Aflétting banns við innflutningi hunda frá Noregi

Þann 6. september sl. var innflutningur hunda frá Noregi bannaður tímabundið vegna alvarlegra veikinda í hundum þar í landi af óþekktum orsökum. Norska matvælastofnunin, Mattilsynet, hefur nú upplýst að veikindin séu í rénun og að ekki sé sérstök ástæða til þess að forðast samgang á milli hunda þar sem flest bendir til þess að sjúkdómurinn smitist ekki beint á milli hunda. Í ljósi þessa hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið afturkallað bann við innflutningi hunda frá Noregi.
2019-10-05T21:07:15+00:00