Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að þetta hafi verið einn merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, sem hafði þá staðið í nær eina öld.

Alþingi Íslendinga hefur samþykkt þingsályktun um hvernig fagna beri aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands, þar sem lögð er áhersla á menningu og tungu sem og þátttöku landsmanna. Þann 18. júlí verður hátíðarfundur Alþingis haldinn á Þingvöllum, en þann dag var samningi um dansk-íslensk sambandslög lokið með undirritun, Alþingi samþykkti frumvarp til laganna 9. september og var fumvarpið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október. Lögin öðluðust gildi 1. desember sama ár. Öllum landsmönnum gefst kostur á að fylgjast með fundinum í beinni sjónvarpsútsendingu. Fullveldisdagurinn, 1. desember, verður haldinn hátíðlegur um land allt.

2018-12-01T13:23:01+00:00