Í sjónvarpsmyndinni er meðal annars fylgst með starfsmönnum Veðurstofunnar í leiðangri upp á Vatnajökul.


Heimildarmynd
um starfsemi Veðurstofunnar sýnd á RÚV í kvöld

23.3.2020

Í dag, 23. mars, er alþjóðlegi veðurdagurinn.

Þema alþjóðlega veðurdagsins í ár er „Vatn og
loftslagsmál“ og er sameiginlegt með alþjóðlegum degi vatnsins sem haldinn var
í gær. Á undanförnum áratugum hefur hafsjór athugana leitt í ljós að loftslag
jarðar er að breytast. Þessar breytingar má greinilega merkja í vatnshvolfi
jarðar, bæði ferskvatni og í hafinu, sem er um 97% alls vatns á jörðinni.
Megnið af ferskvatninu er frosið, en einnig er stór hluti þess grunnvatn og
afgangurinn af ferskvatninu.

Í
tilefni dagsins sýnir RÚV heimildarmyndina „Á vaktinni í 100 ár“ um starfsemi
Veðurstofunnar. Kvikmyndagerðarfólkið Valdimar Leifsson og Bryndís
Kristjánsdóttir fylgdu starfsfólki Veðurstofunnar eftir í eitt ár og veitir
myndin innsýn í fjölbreytt verkefni Veðurstofunnar sem fagnar 100 ára afmæli í
ár.

Hér má lesa frétt sem birtist á Alþjóðlega degi vatnsins.