Arna Lind Sigurðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vöruþjónustu Landspítala. Undir deildina heyra vöruhús (áður birgðastöð) og þvottahús. Meginstarfstöð deildarinnar er á Tunguhálsi.

Arna Lind lauk B.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og M.Sc. prófi í aðgerðargreiningu frá London School of Economics and Political Science árið 2008.

Arna Lind hefur starfað sem stjórnandi í vöruhúsum og aðfangakeðju um árabil bæði á Íslandi og í Bretlandi, meðal annars sem rekstrarstjóri vöruhúss Ölgerðarinnar, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Parlogis og við stýringu aðfangakeðju (e. Supply Chain Manager) hjá Belron International Ltd. í London. Arna Lind hefur tímabundið gegnt starfi deildarstjóra birgðastöðvar og þvottahúss Landspítala um nokkurra mánaða skeið.