19.03.2020

Ákveðið hefur verið að ársfundur Seðlabanka Íslands í næstu viku, miðvikudaginn 25. þessa mánaðar, verði takmarkaður við örfáa þátttakendur. Er það gert til að stemma stigu við Covid 19 og í samræmi við tilmæli stjórnvalda um takmarkanir á samkomuhaldi næstu vikurnar.

Fundurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á vef Seðlabankans. Nánari upplýsingar, m.a. um tengill á vefútsendinguna, verða birtar hér á vef bankans þegar nær dregur fundi.

Til baka