Connect with us

Stjórnarráðið

Ársreikningar ríkisstofnana aðgengilegir á vefnum

Birt

on

Aðgengi að ársreikningum ríkisstofnana hefur verið einfaldað með birtingu reikninganna á vef Fjársýslu ríkisins í samræmi við lög um opinber fjármál.

Birting ársreikninga er hluti af vinnu sem miðar að því að auka gagnsæi með því að gera upplýsingar sem snúa að rekstri ríkisins aðgengilegri. Áfram er unnið að framþróun í framsetningu upplýsinga.

Þegar liggja fyrir ársreikningar ríkisaðila í A-hluta fyrir árið 2018, en alls eru gerðir ársreikningar fyrir 371 aðila. Reikningarnir eru birtir þegar þeir hafa verið áritaðir af viðkomandi ábyrgðaraðilum. Ársuppgjör fyrir árið 2019 er í vinnslu og þegar þeir ársreikningar liggja fyrir munu þeir birtast á vefnum. Enn fremur er unnið að birtingu ársreikninga B-, og C-hluta aðila.

Ársreikningar ríkisaðila á vef Fjársýslunnar

Lesa meira

Innlent

Nýtt mælaborð um aðgerðir í jafnréttismálum

Birt

on

By

Mælaborð um aðgerðir  í framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020-2023 er komið út á vef Stjórnarráðsins,  sjá hér.

Markmiðið með mælaborðinu er að fylgja eftir aðgerðum í framkvæmdaáætlun um jafnréttismál. Mælaborðið verður uppfært reglulega í samræmi við framgang mála og bera  öll ráðuneyti ábyrgð á tilteknum verkefnum. 

Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum er ætlað að skilgreina stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og lýsa verkefnum sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu kynjanna eða fela í sér beinar aðgerðir í þágu kynjafnréttis.

Á svæði mælaborðsins er farið yfir stöðu og framvindu aðgerða á myndrænan hátt en  hægt er að lesa nánar um stöðu hverrar aðgerðar á svæðinu.

Lesa meira

Innlent

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra svaraði fyrirspurnum í beinu vefstreymi

Birt

on

By

Fríverslunarmál, norðurslóðir og sportveiðar voru á meðal umræðuefna í opnum fyrirspurnatíma á Facebook sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, gekkst fyrir í hádeginu í dag. 

Umræðunum var streymt bæði á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins og opinberri Facebook-síðu Guðlaugs Þórs en þetta er í annað sinn í mánuðinum sem hann svarar fyrirspurnum á þessum vettvangi. Óhætt er að segja að umfjöllunarefnin hafi verið fjölbreytt og spurningarnar sem bárust ráðherra voru af öllu tagi. Má þar nefna innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, opnun landamæra Íslands, utanríkisverslun við Bandaríkin, Suðaustur-Asíu og Rússland, varnarumsvif á Keflavíkurflugvelli, og hvort til greina komi að friðlýsa stór svæði á Íslandi fyrir sportveiðum. 

„Á Alþingi tek ég reglulega þátt í óundirbúnum fyrirspurnatímum og hef yfirleitt ánægju af. Það er hins vegar ekki síður skemmtilegt að eiga í milliliðalausum samskiptum við fólk á samfélagmiðlum og svara spurningum þess um utanríkisstefnuna. Undantekningalaust hafa spurningarnar verið málefnalegar og áhugaverðar og borið þessi vitni að áhugi fólks á utanríkismálunum er mikill,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. 

Fyrirspurnatíminn stóð í rúman hálftíma en þrátt fyrir það vannst ekki tími til að svara öllum spurningunum sem bárust. Býst ráðherra við að halda annan slíkan fund á næstunni og svo með reglulegu millibili framvegis. 

Lesa meira

Innlent

Forsætisráðherra ávarpar ráðstefnu UNESCO á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi

Birt

on

By

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt í dag ávarp við opnun ráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) sem haldin er í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn kynbundnu ofbeldi.

Ráðstefnan ber yfirskriftina: Transforming mentalities – Engaging men and boys to address the root causes of violence against women, og miðar að því að leita leiða til að takast á við orsakir kynbundins ofbeldis. Kallað er eftir virkri þátttöku karla og drengja til að taka á og umbreyta því hugarfari sem er undirliggjandi þegar kynbundnu ofbeldi er beitt. Audrey Auzolay, framkvæmdastjóri UNESCO, ávarpaði einnig ráðstefnuna.

Forsætisráðherra fór yfir aðgerðir Íslands og lagasetningu sem ætlað er að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og stuðla að kynjajafnrétti. Meðal annars ræddi hún um forvarnaráætlun fyrir börn og ungmenni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem samþykkt var á Alþingi í sumar, lög um fæðingarorlof og lög um bann við kaupum á kynlífsþjónustu. Þá tók hún til umræðu bakslagið sem orðið hefur í jafnréttismálum vegna COVID-19: 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra:

„Við eigum langt í land með að útrýma ofbeldi gegn konum og stelpum. #MeToo hreyfingin og sú aukning sem orðið hefur á kynbundnu ofbeldi sem afleiðing af COVID-19 sýna okkur það. Ofbeldið er bæði orsök og afleiðing víðtækara kynjamisréttis í samfélögum og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á það.“

25. nóvember markar upphaf alþjóðlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi em átakinu lýkur á alþjóðlega mannréttindadeginum 10. desember. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) verður ein af hverjum þremur konum fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Það eru meira en 243 milljónir kvenna á síðustu tólf mánuðum. Í yfirstandandi heimsfaraldri hefur kynbundið ofbeldi í nánum samböndum aukist mikið og um allt að 40% í sumum löndum. Afleiðingar faraldursins hafa aukið á einangrun kvenna, fjárhagslegt óöryggi, fæðuóöryggi og atvinnuleysi.

Í umræðunni um jafnréttismál á alþjóðavettvangi hefur Ísland beitt sér fyrir aukinni þátttöku karla í umræðunni, meðal annars í gegnum Barbershop verkefnið og He for She átak UN Women. Þá er Ísland á meðal forysturíkja í verkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis , um gerð aðgerðaáætlana á alþjóðavísu um kynbundið ofbeldi.

Ræða forsætisráðherra

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin