Athugasemd frá Landspítala vegna fréttaflutnings 15. október 2020 um að nefúði komi hugsanlega í veg fyrir COVID-19 sjúkdóm

Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar. Áhrif nefúða sem fjallað var um í fréttum gærdagsins eru, eftir því sem Landspítala er kunnugt um, óþekkt. Umfjöllunin kemur Landspítala á óvart. Eins og flestum er kunnugt, þurfa niðurstöður rannsókna í mönnum ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða.