Atvinnuleysi 3,1% í júlí

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru mjög litlar breytingar á milli júní og júlí 2019. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægri en í júní. Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum voru atvinnulausir 6.500 í júlí, eða 3,1%, sem er 0,2 prósentustigum lægra hlutfall en í júní.
2019-08-22T13:57:55+00:00