Connect with us

Heilsa

Covid-19-smit á hjartadeild Landspítala – uppfært kl. 22:30

Birt

þann

Uppfært kl. 22:30:

Rannsókn á sýnum vegna Covid-19 skimunar hinna 32 inniliggjandi sjúklinga á hjartadeild 14EG var að ljúka núna laust fyrir klukkan 22:00, þriðjudaginn 12. janúar.  Öll sýnin reyndust neikvæð.  Viðkomandi eru ekki með Covid-19.

Skimun á starfsfólki deildarinnar stendur yfir fram á nótt og lýkur í fyrramálið.  Niðurstöður úr þeirri skimun munu liggja fyrir kringum hádegi miðvikudaginn 13. janúar.

——–

Við hefðbundna skimun sjúklings vegna útskriftar hans af hjartadeild 14EG Landspítala í kvöld, þriðjudaginn 12. janúar 2021, kom í ljós að hann var smitaður af COVID-19.

Ekki liggur fyrir hvernig umræddur sjúklingur smitaðist. Viðkomandi er nú á heimili sínu.

Lokað hefur verið fyrir innlagnir á hjartadeild en bráðum innlögnum hjartasjúklinga verður sinnt á öðrum legudeildum. Öllum valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum á hjartadeild á morgun, miðvikudaginn 13. janúar, hefur verið frestað. Frekari upplýsinga um starfsemi hjartadeildar næstu daga á eftir er að vænta.

Farsóttarnefnd Landspítala kom þegar í stað saman ásamt stjórnendum hjartadeildar og ákveðið var að grípa til eftirfarandi ráðstafana: Skima alla sjúklinga (32 talsins), skima allt starfsfólk deildarinnar (á annað hundrað manns) og hafa samband við aðstandendur. Þessar aðgerðir standa núna yfir og verður fram haldið á morgun. Tryggt verður að þeir fari skimun sem þörf krefur.

Sóttvarnalæknir hefur verið upplýstur um málið og nú er unnið að smitrakningu innanhúss og meðal þeirra sem deildinni tengjast eftir atvikum.

Alltaf er hætta á því í heimsfaraldri eins og vegna Covid-19, að smit komi upp á einstökum deildum með þessum hætti, jafnvel þótt ítrustu sóttvarna og fyllstu varúðar og öryggis sjúklinga sé gætt. Margir tugir og jafnvel nokkur hundruð manns starfa á flestum stærri deildum Landspítala og þetta fólk er allt virkt upp að vissu marki í samfélaginu. Deildirnar þarf einnig að þjónusta af stórum hópi fólks í stoðdeildum spítalans. Sömuleiðis eru heimsóknir aðstandenda leyfðar upp að vissu marki.

Heilsa

Frá farsóttanefnd 21. janúar 2021

Birt

þann

Eftir

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi.

Á Landspítala eru nú:

3 sjúklingur er inniliggjandi með virkt Covid-19 smit og 15 sem hafa lokið einangrun
– Enginn er á gjörgæslu
18 andlát hafa orðið á Landspítala í 3. bylgju
110 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 15 börn

Lesa meira

Heilsa

Styrkir til heilbrigðismálaverkefna 2021 úr Rannsóknasjóði

Birt

þann

Eftir

Nokkur verkefni í heilbrigðisgeiranum sem tengjast Landspítala og Háskóla Íslands fengu styrk úr Rannsóknasjóði við úthlutun styrkja til nýrra rannsókna á árinu 2021. 

Styrkir úr Rannsóknasjóði við úthlutun í janúar 2021

Lesa meira

Heilsa

Þjónustukönnun sjúklinga 2020 – niðurstöður

Birt

þann

Eftir

Niðurstöður úr þjónustukönnun sjúklinga 2020 hafa verið birtar á vef Landspítala. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar síðan árið 2012. Þær benda til þess að ýmis umbótastarfsemi á síðastliðnum árum sé að skila betri þjónustu og vaxandi ánægju skjólstæðinga spítalans.

Tilgangur þjónustukönnunar er að fá fram viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans og nota til umbótaverkefna þar sem þeirra er þörf.

Boð um þátttöku í könnuninni var sent á úrtak sjúklinga sem legið höfðu inni á Landspítala a.m.k. í sólarhring á tímabilinu febrúar til apríl 2020.
Svarhlutfall var 47%. Spítalinn kann þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Þjónustukönnun Landspítala 2020 – niðurstöður

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin