Connect with us

Umhverfisstofnun

Dagur íslenskrar náttúru

Birt

þann

16. september.2020 | 09:29

Dagur íslenskrar náttúru

Sumarið 2020 var að mörgu leyti öðruvísi en flest sumur og færri erlendir gestir heimsóttu Ísland í ár. Íslendingar voru aftur á móti mjög duglegir að njóta náttúru Íslands, enda var sérstaklega hvatt til þess með átakinu Stefnumót við náttúruna. Boðið var upp á fræðslugöngur á náttúruverndarsvæðum um allt land og voru landsmenn mjög duglegir að mæta. Sem dæmi í Friðlandi að Fjallabaki, sem er eitt af okkar 119 friðlýstu svæðum  á landinu, þá tóku rúmlega 100 manns þátt í fræðslugöngum þar í júlí mánuði. Boðið var upp á fræðslugöngur 5 daga vikunnar og um 80% af þátttakendum voru Íslendingar. Landverðir höfðu á orði að íslenska tungan yfirgnæfði önnur tungumál í Landmannalaugum, ólíkt því sem verið hefur á undanförnum árum. Upplýsingar um viðburði á náttúruverndarsvæðum má finna á facebook síðu Náttúruverndarsvæða.

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Sumarsins 2020 verður minnst sem stóra ferðasumars landsmanna innanlands.

Vonandi hafa landsmenn notið náttúrunnar og fjölbreyttrar fræðsludagskrár á náttúruverndarsvæðum. Landverðir þakka fyrir skemmtilegt sumar og hvetja landsmenn til áframhaldandi stefnumóta við náttúruna. Gleðilegan dag íslenskrar náttúru.

Lesa meira

Heilsa

Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar Garðahrauns í Garðabæ

Birt

þann

Eftir

19. janúar.2021 | 12:24

Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar Garðahrauns í Garðabæ

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa, kynnir áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar fólkvangsins í Garðahrauni í Garðabæ, í samræmi við 52. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Áformin eru kynnt í samræmi við ákvæði 36. og 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. 
Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 25. mars 2021.

Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið [email protected] eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um áformin má sjá hér: Garðahraun í Garðabæ

Lesa meira

Heilsa

Ný og uppfærð Græn skref

Birt

þann

Eftir

14. janúar.2021 | 13:27

Ný og uppfærð Græn skref


Nýr og uppfærður gátlisti Grænna skrefa hefur nú verið kynntur til leiks.  

Fyrir þá sem ekki þekkja til  Grænna skrefa þá eru þau verkefni fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Nú þegar eru 117 stofnanir og fyrirtæki í meirihluta eigu ríkisins skráð en stefnt er að því að allir ríkisaðilar séu skráðir og hafi innleitt Græn skref til fulls í sitt starf fyrir árslok 2021.  

Í skrefunum er farið í gegnum fimm skref sem hvert um sig inniheldur 30 – 40 aðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af skrifstofustarfsemi og öðru sem henni tengist – það eru þessar aðgerðir sem nú hafa verið uppfærðar. Þó hið formlega ferli sé hugsað fyrir stofnanir er um að gera fyrir aðra starfsemi svo sem fyrirtæki, skóla og aðra sem vilja gera vel í umhverfismálum að nýta sér listann og skoða hvort ekki megi framkvæma aðgerðir skrefanna í sínu starfi.  

Það kennir ýmissa grasa í nýju skrefunum en nokkrar aðgerðir voru teknar út, sumar tóku minniháttar breytingum og svo má einnig finna splunkunýjar aðgerðir. Nýju Grænu skrefin samræmast betur skyldu ríkisaðila til að setja sér loftslagsstefnu ásamt því að leggja aukna áherslu á samgöngumál. Þar að auki hefur flokkinum Eldhús og kaffistofur verið bætt við. Metnaðurinn hefur því aukist í samræmi við auknar væntingar almennings til stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins á sviði umhverfismála. 

Nánar má lesa um nýju Grænu skrefin á vefsíðunni graenskref.is auk þess sem hægt er að sækja þar allskonar umhverfisvænan innblástur fyrir vinnustaði.

Lesa meira

Heilsa

Útgáfa starfsleyfis fyrir vetnisframleiðslu Orku náttúrunnar ohf.

Birt

þann

Eftir

13. janúar.2021 | 10:39

Útgáfa starfsleyfis fyrir vetnisframleiðslu Orku náttúrunnar ohf.

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Orku náttúrunnar ohf. fyrir framleiðslu á vetni við Hellisheiðarvirkjun.

Verkefnið er hluti af skilgreindu þróunarverkefni á vegum Evrópusambandsins sem heitir „Hydrogen Mobility Europe (H2ME)“. Verkefninu er ætlað að stuðla að notkun vetnis sem orkugjafa fyrir bifreiðar og er liður í baráttu við loftlagsbreytingar. Markmiðið er að nýta orkuframleiðsluna í Hellisheiðarvirkjun á þeim tímum sem minni eftirspurn er eftir rafmagni.

Tillaga að starfsleyfi ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar, starfsleyfisumsókn og lýsingu á framkvæmd var auglýst á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 24. nóvember til og með 22. desember 2020 og gafst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á auglýsingatíma og var starfsleyfið gefið út með aðeins smávægilegum breytingum sem gerð er grein fyrir í greinargerð sem fylgir starfsleyfinu.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Auglýsing þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2022.

Starfsleyfi

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin