Evrópska handtökutilskipunin tók gildi nú um mánaðamótin. Auk ríkja Evrópusambandsins eru Ísland og Noregur aðilar að henni.

Innleiðingin hefur í för með sér að brotlegir einstaklingar og þeir sem grunaðir eru um glæpi verða framseldir milli þeirra landa sem tilskipunin nær til. Innleiðing tilskipunarinna mun leiða til meiri skilvirkni við rannsókn mála, auk þess sem hún kemur í veg fyrir að brotamenn dyljist í eigin landi.

Lög um handtöku og afhendingu manna vegna handtökuskipunarinnar voru samþykkt á Alþingi árið 2016. Þar voru sameinuð í einni löggjöf norræn handtökuskipun sem verið hafði í gildi og ný lagaákvæði sem leiddu af skuldbindingum Íslands vegna evrópsku handtökuskipunarinnar. Hvert einasta ríki þurfti að samþykkja samningin og lauk því ferli með samþykkt Ítalíu í lok sumars og tók handtökuskipunin gildi 1. Nóvember 2019. Nánar má lesa um handtökuskipunina í tilkynningu Eurojust.