Connect with us

Alþingi

Fjarfundur forseta norrænu þjóðþinganna

Birt

on

27.10.2020

Árlegur fundur forseta norrænu þjóðþinganna, sem halda átti í tengslum við Norðurlandaráðsþing á Íslandi, var haldinn í fjarfundaformi í dag vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ræddu þingforsetarnir viðbrögð þjóðþinganna við heimsfaraldrinum og þau áhrif sem hann hefur haft á störf þinganna, en einnig áhrif faraldursins á efnahag og samfélag. Þá var farið yfir það sem er efst á baugi í stjórnmálum á Norðurlöndum.

Forseti norska Stórþingsins hafði framsögu um öryggismál þjóðþinga, með áherslu á tölvuöryggi, en fyrr í haust var gerð tölvuárás á norska þingið. Ræddu þingforsetarnir áskoranir í öryggismálum, ekki síst í ljósi aukins fjölda funda sem fram fara á netinu.

Að síðustu var til umræðu starfsumhverfi þingmanna og staðan í jafnréttismálum í norrænu þjóðþingunum. Hafði forseti sænska þingsins framsögu, en það hefur á ýmsan hátt verið í fararbroddi í málaflokknum á Norðurlöndum þar sem um aldarfjórðungs skeið hefur verið starfrækt sérstök jafnréttisnefnd. Gerði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, grein fyrir þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í hér á landi með könnun á starfsháttum og vinnustaðamenningu á Alþingi, skipan sérstakrar jafnréttisnefndar og eftirfylgni könnunar með samningi við utanaðkomandi ráðgjafa með það að markmiði að bæta menningu, samskipti og vinnulag á þingi.

Fjarfundur-forseta-norraenu-thjodthinganna_SJS

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, á fjarfundi með norrænum starfssystkinum sínum.

Lesa meira

Alþingi

Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hittast á fjarfundi

Birt

on

By

26.11.2020

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hitti þingforseta norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkja á fjarfundi í dag að frumkvæði forseta finnska þingsins, fr. Anu Vehviläinen. Ræddu þingforsetarnir stöðu kórónuveirufaraldursins og viðbrögð þjóðþinganna í löndunum átta en viðsjár eru víða í fjölgun smita.

Þá gerðu forsetarnir grein fyrir þeim málum sem efst eru á baugi í þingunum og þjóðmálaumræðu. Einnig ræddu þátttakendur öryggisógnir, svo sem upplýsingaöryggi, uppgang öfgahyggju og aðrar ógnir. Ennfremur var á dagskrá staða mála á nærsvæðum ríkjanna átta og fluttu tveir finnskir sérfræðingar erindi um stöðu og þróun mála í Hvíta-Rússlandi. Að lokum ræddu þingforsetarnir um sameiginleg verkefni til eflingar lýðræðis og styrkingar þingræðis í Evrópu.

Lesa meira

Alþingi

Nefndadagur föstudaginn 27. nóvember

Birt

on

By

24.11.2020

Föstudaginn 27. nóvember er nefndadagur samkvæmt starfsáætlun Alþingis. Á nefndadögum gildir sérstök fundatafla um fundi fastanefnda og venja er að fundað sé bæði fyrir og eftir hádegi.

Við ákvörðun um fundatíma á nefndadögum er reynt að gæta samræmis en jafnframt tekið mið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefndanna.

Fundatafla föstudagsins er eftirfarandi:

  • kl. 9-12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
  • kl. 13-16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd, velferðarnefnd

Endanlegir fundartímar og dagskrár funda birtast venju samkvæmt á vef Alþingis.

Lesa meira

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 26. nóvember

Birt

on

By

20.11.2020

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 26. nóvember kl. 10:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og dómsmálaráðherra.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin