Hópur
sérfræðinga frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands heimsótti Noreg í sumar til
þess að kynna sér kortlagningu og vöktun á óstöðugum hlíðum þar í landi.
Norðmenn hafa mikla reynslu í vöktun óstöðugra hlíða og við Íslendingar getum
lært margt af þeim á þessu sviði. Eitt af því sem hægt er að nota til þess að
greina og kortleggja óstöðugar hlíðar eru bylgjuvíxlmælingar (InSAR-mælingar)
með gervitunglum. Með slíkum mælingum er hægt að sjá aflögun lands með
millimetra nákvæmni.