Fjöldi launþega í september 2018

Frá október 2017 til september 2018, voru að jafnaði 18.168 launagreiðendur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 615 (3,5%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 193.200 einstaklingum laun sem er aukning um 6.600 (3,5%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Breyting á fjölda launþega milli ára

Í september 2018 voru um 136.400 launþegar í viðskiptahagkerfinu og hefur þeim fjölgað um 2.000 (1,5%) samanborið við september 2017. Í heild hefur launþegum í heild fjölgað um 3.900 (2,1%) á sama tímabili.

2018-11-29T15:57:28+00:00