Connect with us

Innlent

Forsætisráðherra ávarpar ráðstefnu UNESCO á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi

Birt

þann

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt í dag ávarp við opnun ráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) sem haldin er í tilefni alþjóðlegs baráttudags gegn kynbundnu ofbeldi.

Ráðstefnan ber yfirskriftina: Transforming mentalities – Engaging men and boys to address the root causes of violence against women, og miðar að því að leita leiða til að takast á við orsakir kynbundins ofbeldis. Kallað er eftir virkri þátttöku karla og drengja til að taka á og umbreyta því hugarfari sem er undirliggjandi þegar kynbundnu ofbeldi er beitt. Audrey Auzolay, framkvæmdastjóri UNESCO, ávarpaði einnig ráðstefnuna.

Forsætisráðherra fór yfir aðgerðir Íslands og lagasetningu sem ætlað er að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og stuðla að kynjajafnrétti. Meðal annars ræddi hún um forvarnaráætlun fyrir börn og ungmenni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem samþykkt var á Alþingi í sumar, lög um fæðingarorlof og lög um bann við kaupum á kynlífsþjónustu. Þá tók hún til umræðu bakslagið sem orðið hefur í jafnréttismálum vegna COVID-19: 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra:

„Við eigum langt í land með að útrýma ofbeldi gegn konum og stelpum. #MeToo hreyfingin og sú aukning sem orðið hefur á kynbundnu ofbeldi sem afleiðing af COVID-19 sýna okkur það. Ofbeldið er bæði orsök og afleiðing víðtækara kynjamisréttis í samfélögum og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að binda enda á það.“

25. nóvember markar upphaf alþjóðlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi em átakinu lýkur á alþjóðlega mannréttindadeginum 10. desember. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) verður ein af hverjum þremur konum fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Það eru meira en 243 milljónir kvenna á síðustu tólf mánuðum. Í yfirstandandi heimsfaraldri hefur kynbundið ofbeldi í nánum samböndum aukist mikið og um allt að 40% í sumum löndum. Afleiðingar faraldursins hafa aukið á einangrun kvenna, fjárhagslegt óöryggi, fæðuóöryggi og atvinnuleysi.

Í umræðunni um jafnréttismál á alþjóðavettvangi hefur Ísland beitt sér fyrir aukinni þátttöku karla í umræðunni, meðal annars í gegnum Barbershop verkefnið og He for She átak UN Women. Þá er Ísland á meðal forysturíkja í verkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis , um gerð aðgerðaáætlana á alþjóðavísu um kynbundið ofbeldi.

Ræða forsætisráðherra

Innlent

COVID-19: Rafræn bólusetningarvottorð frá 21. janúar

Birt

þann

Eftir

Í dag og á morgun fær hópur einstaklinga síðari bólusetningarsprautuna gegn COVID-19 og telst þar með fullbólusettur. Hjá embætti landlæknis er verið að leggja lokahönd á rafræna lausn sem gerir fólki kleift að sækja sér bólusetningarvottorð á vefnum; heilsuvera.is. Stefnt er að því að þetta verður mögulegt frá og með morgundeginum. Vottorðið verður að efni og útliti í samræmi við fyrirliggjandi evrópska staðla og alþjóðlega bólusetningarskírteinið. Markmiðið er að greiða för fólks milli landa, þannig að einstaklingar geti framvísað bóluefnarvottorði á landamærum og séu þá undanþegnir sóttvarnaráðstöfunum vegna COVID-19 í samræmi við reglur hlutaðeigandi lands.

Eins og kynnt var í liðinni viku hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og eru gefin út í í EES/EFTA-ríki verði tekin gild á landamærum Íslands. Þeir sem framvísa slíku vottorði eru undanþegnir opinberum sóttvarnaráðstöfunum á landamærum og er þannig ekki skylt að fara í sýnatöku við landamæri.

Þeir sem ekki geta nýtt sér heilsuveru til að sækja sér rafrænt bólusetningarvottorð geta fengið vottorð hjá heilsugæslunni um að þeir séu fullbólusettir.

Lesa meira

Innlent

Guðlaugur Þór á ráðherrafundi um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga

Birt

þann

Eftir

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í dag þátt í sameiginlegum ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðastofnunarinnar um endurnýjanlega orku (International Renewable Energy Agency, IRENA) um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga.

Fundurinn er undirbúningur fyrir Food Systems Summit og High-Level Dialogue on Energy sem Sameinuðu þjóðirnar munu halda í september á þessu ári.

Ráðherra benti á að Ísland legði nú meiri áherslu á stuðning við loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, sérstaklega í sjálfbærri orku, sem hluta af metnaðarfullum aðgerðum í loftlagsmálum. 

Hann lagði til að ráðstefnurnar í september leggðu áherslu á að auka grænar fjárfestingar í beinni nýtingu jarðvarma við matvælaframleiðslu. Þannig væri hægt að auka líkurnar á að ná markmiðum um aukið fæðuöryggi og minnkun matarsóunar sem væri lykill að sjálfbærri matvælaframleiðslu.

Íslendingar hefðu langa reynslu af beinni nýtingu jarðhita í matvælaframleiðslu, -vinnslu og virðisauka bæði í landbúnaði, garðyrkju og fiskeldi. 

Þróunarlönd hafa mörg hver aðgang að jarðhita sem hægt er að nota við þurrkun á til dæmis fiski, korni, ávöxtum, grænmeti og kaffi. Einnig er hægt að nýta jarðhita við gerilsneiðingu á mjólk, við fiskeldi á landi og í ræktun í gróðurhúsum. 

Lesa meira

Innlent

Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar fólkvangsins í Garðahrauns

Birt

þann

Eftir

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar fólkvangsins  í Garðahrauni efra í Garðabæ. Áformin eru kynnt í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Friðlýsingin er hluti af friðlýsingarátaki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í samstarfi við Umhverfisstofnun.

Markmið friðlýsingarinnar er að stækka fólkvanginn í Garðahrauni sem svæði til útivistar og almenningsnota og að ná fram skipulegri heildarmynd hraunsins sem talið er sérstætt á landsvísu.

Garðahraun var friðlýst sem fólkvangur í apríl 2014. Það er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum.  Á því svæði sem fyrirhugað er að bæta inn í fólkvanginn nú er jaðar hraunsins við Hraunhóla helluhraun, en innar á hrauninu tekur við klumpahraun.

Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferðarreglu  náttúruverndarlaga. 

Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar Garðahrauns efra í Garðabæ

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin