Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Nýja Sjálandi 9.–13. febrúar í boði forseta nýsjálenska þingsins, Trevors Mallard. Með forseta í för eru Helgi Hrafn Gunnarsson, 6. varaforseti Alþingis, og Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, ásamt Jörundi Kristjánssyni, forstöðumanni forsetaskrifstofu.

Auk fundar með gestgjafanum, Trevor Mallard þingforseta, mun Steingrímur J. og sendinefnd meðal annars eiga fundi með nýsjálenskum þingmönnum, utanríkismálanefnd þingsins, Fletcher Tabuteau aðstoðarutanríkisráðherra og Dr. Megan Woods orku- og auðlindaráðherra. Jafnframt mun íslenska sendinefndin hitta starfandi ferðamálastjóra Nýja Sjálands, Billie Moore, auk þess að kynna sér jarðhitaverkefni, ferðaþjónustu og sjávarútveg á Nýja Sjálandi.