Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
23. mars 2020

1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag

a. Ítrekaðar eru almennar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni um hlífðarbúnað starfsfólks og almenna smitgát. Aðrar reglur gilda um bráðamóttökur vegna sérstakrar útsetningar þeirra deilda, sjá nánar hér

b. Útfærsla breytinga vegna samkomubanns eru í vinnslu og ná til matsala, m.a. á Sjúkrahóteli Landspítala. Talið verður inn í matsali frá og með morgundeginum.

c. Fyrirhugaðri uppfærslu á Heilsugátt á morgun, 24. mars, verður frestað vegna mögulegrar rekstrarhættu í vfiðkvæmu ástandi. Ákvörðunin byggir á ráðleggingum heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar (HUT).

2. Helstu tölulegar upplýsingar

a. Fjöldi innlagðra sjúklinga í Covid-19 einangrun

13
Þar af á gjörgæslu í dag: 0

Útskrifaðir af spítalanum samtals

7

b. Einstaklingar í eftirliti á Covid-19 göngudeild

511

c. Börn greind með Covid-19 í eftirliti Barnaspítala Hringsins

27

d. Fjöldi innlagðra sjúklinga í sóttkví í dag

21

e. Batnað samtals

51

f. Starfsmenn Landspítala í einangrun í dag

26

g. Starfsmenn Landspítala í sóttkví í dag

256