Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
25. mars 2020

1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag

a. Móttaka Covid-19 veikra barna sem þarfnast innlagnar verður á 23E, þar sem nú er dagdeild barna og flyst það starf á barnadeild 22E. Covid-19 göngudeild barna verður í Birkiborg, eins og hjá öðrum Covid-19 veikum.

b. Flæðirit vegna innlagna Covid-19 veikra þarfnast uppfærslu.

c. Þarfnist starfsmenn, sem ekki eru í sóttkví eða einangrun, húsnæðis vegna aðstæðna heima fyrir (sóttkví/einangrun heimilisfólks) getur starfsmaður í samstarfi við næsta yfirmann haft samband við farsóttanefnd sem lítur til viðeigandi úrræða.

d. Farsóttanefnd ítrekar mikilvægi þess að starfsmenn gangi vel um starfsmannafatnað. Mikilvægt er að „hamstra“ ekki fatnað sem og að ganga vel frá því sem fara á í þvott.

2. Helstu tölulegar upplýsingar

a. Sjúklingar á Landspítala

Fjöldi innlagðra sjúklinga með staðfest Covid-19 smit

15
Þar af á gjörgæslu: 2

Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit

2

Sjúklingar í sóttkví

10

Batnað 

68

Útskrifaðir samtals

11

Látnir

1

b. Starfsmenn Landspítala

í sóttkví í dag 244
í einangrun í dag 32

c. Göngudeild Covid-19

í eftirliti 697
þar af 40 börn