Connect with us

Landsspítali

Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala 28. október 2020

Birt

on

Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:

Landspítali er á neyðarstigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð að fullu og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega og oftar ef þörf krefur. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavef spítalans.

1. Um hópsmit á Landakoti

Eins og búast mátti við greinast enn smit hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.

Hópsýking tengd Landakoti

Starfsmenn: 57
Sjúklingar: 60
Alls hópsmit: 117  

Landakot

– Starfsmenn: 40
– Sjúklingar: 38

Reykjalundur

– Starfsmenn: 6
– Sjúklingar: 5

Sólvellir

– Starfsmenn: 10
– Sjúklingar: 16

Aðrir

Starfsmenn: 1
Sjúklingar: 1

2. Aukin þjónusta á Landakoti

Síðustu daga hefur fagleg þjónusta verið styrkt sérstaklega á Landakoti; lækningar, hjúkrun og rannsóknargeta. Sjúklingar verða fluttir á aðrar deildir Landspítala ef þörf krefur. Enn er þó þörf á fleira heilbrigðisstarfsfólki til aðstoðar, einkum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.

3. Hópaskipting

Landspítali starfar nú á neyðarstigi og til að tryggja öryggi sjúklinga getur reynst nauðsynlegt að starfsfólk úr ýmsum stéttum, einkum stoðstéttum, fari á milli starfsstöðva. Rétt notkun hlífðarbúnaðar og persónubundnar sýkingavarnir eru áríðandi við þær aðstæður. Þegar þörf krefur starfar fólk í vinnusóttkví. Þetta eru lykilstarfsmenn sem spítalinn getur ekki verið án og mæta þeir því til vinnu, eru í sóttkví í samfélaginu og skimaðir reglulega.

4. Fínagnagrímur

Í gær fóru í dreifingu viðurkenndar fínagnagrímur á Landakoti. Fyrir hluta notenda er aukabúnaður nauðsynlegur en slíkur búnaður fylgdi ekki sendingunni. Því voru þær teknar úr notkun á Landakoti og nýjar birgðir fínagnagríma sendar þegar í stað.

5. Skimanir sjúklinga fyrir flutning

Sjúklingar eru nú skimaðir fyrir flutning af Landspítala á aðrar stofnanir. Það gildir um alla flutninga nema sjúklinga af bráðamóttökum og innritaða sjúklinga sem flytjast milli Fossvogs og Hringbrautar. Sjúklinga sem koma til meðferðar frá öðrum stofnunum og fara þangað aftur skal skima fyrir brottför. Ekki er nauðsynlegt að einangra sjúklinga á meðan beðið er eftir niðurstöðu þar sem hér er um að ræða skimun einkennalausra. Eftir sem áður gildir það verklag að ef tekið er sýni vegna einkenna skal einangra sjúkling þar til niðurstaða liggur fyrir.

6. Á Landspítala eru nú:

61 sjúklingur inniliggjandi vegna COVID19 – 123 alls frá upphafi III bylgju faraldursins
– Þar af 2 á gjörgæslu og 1 í öndunarvél
1.086 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 193 börn
57 starfsmenn eru í einangrun vegna COVID19
269 starfsmenn eru í sóttkví (A: 77 B: 141 C:51)

Lesa meira

Heilsa

Hanna Björg Henrysdóttir deildarstjóri geislameðferðardeildar

Birt

on

By

Hanna Björg Henrysdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri nýrrar sameinaðrar geislameðferðardeildar Landspítala frá 1. janúar 2021.

Hanna Björg lauk BSc gráðu í hátæknieðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2008, MSc gráðu í læknisfræðilegri eðlisfræði frá Vrije Universiteit í Amsterdam árið 2011 og MSc gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands árið 2016.
Hanna Björg hefur starfað á Landspítala sem eðlisfræðingur á geislaeðlisfræðideild frá árinu 2008. Hún hefur verið stundakennari við læknadeild HÍ frá árinu 2008.

Lesa meira

Heilsa

Gunnar Ágúst Beinteinsson ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs

Birt

on

By

Gunnar Ágúst Beinteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóra mannauðs á Landspítala.

Gunnar hefur farsæla reynslu af mannauðsmálum, stefnumótun sem og rekstri og stjórnun. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991. Þá lauk hann meistaranámi með áherslu á stefnumótun og stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 2002. Hann hóf störf hjá Actavis Group árið 2004 sem forstöðumaður stefnumótunar og frá árinu 2006 sem framkvæmdastjóri mannauðsmála. Árið 2015 varð hann framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðsmála hjá Xantis Pharma AG í Sviss. Frá því fyrr á þessu ári hefur hann starfað við eigið ráðgjafarfyrirtæki í Sviss. Gunnar spilaði handbolta með FH og íslenska landsliðinu á árunum 1985-2000.

Gunnar er boðinn velkominn til starfa á Landspítala.

Samhliða þessu lætur af störfum framkvæmdastjóra mannauðs Ásta Bjarnadóttir eftir 5 farsæl ár í uppbyggingu öflugs mannauðsstarfs á spítalanum. Hún mun gegna starfi framkvæmdastjóra mannauðs til 1. janúar og gert er ráð fyrir mikilvægum kröftum hennar áfram á Landspítala.

Lesa meira

Heilsa

Styrkir til ungra vísindamanna afhentir 2. desember

Birt

on

By

Styrkir Vísindasjóðs Landspítala til ungra vísindamanna á spítalanum verða afhentir í Hringsal miðvikudaginn 2. desember 2020 milli kl. 12:00 og 13:00. Viðburðinum verður streymt. 
Fundarstjóri verður Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri næringarstofu Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands.

Dagskrá

Ávarp

Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Erindi

Ungur vísindamaður og hvað svo? Klínískur rannsakandi á Landspítala
– Þórdís K. Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í bráðafræðum og dósent við Háskóla Íslands
Styrkhafi sem ungur vísindamaður 2012

Afhending styrkja

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala

Styrkhafar kynna vísindaverkefni sín með örfyrirlestrum

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin