Framleiðsluverð hækkar um 3,3% milli mánaða

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 3,3% milli september og október 2018. Afurðir stóriðju hækkuðu um 4,6% (áhrif á vísitölu 1,6%), sjávarafurðir hækkuðu um 4,6% (1,1%), annar iðnaður hækkaði um 2,1% (0,5%) og matvæli hækkuðu um 0,5% (0,1%).

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 8,4% frá október 2017 til október 2018. Þar af hækkuðu afurðir stóriðju um 10,7%, sjávarafurðir hækkuðu um 10,0%, annar iðnaður hækkaði um 5,9% og matvæli hækkuðu um 3,9%.

Útfluttar afurðir hækkuðu um 10,0% á einu ári, en verð þeirra afurða sem seldar voru innanlands hækkuðu um 5,5%.

2018-11-29T15:55:50+00:00