Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda á árinu 2021 og um áætlaða úthlutun framlaga vegna íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál á árinu 2021.

Áætluð framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 351/2002, eru að fjárhæð 2.757,4 m.kr. Þar af nemur framlag til Reykjavíkurborgar vegna reksturs sérskóla og sérdeilda 1.555,2 m.kr.

Áætluð framlög vegna íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál á árinu 2021, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 351/2002, nema 437 m.kr.