08.10.2020

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram:

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins tekið þá ákvörðun að stöðva allt íþróttastarf og kennslu sem fram fer innandyra á þeirra vegum frá og með deginum í dag til 19. október. Öll íþróttakennsla mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna. Sundlaugar verða enn fremur lokaðar fyrir almenning og skólasund fellur niður. 

Fréttatilkynninguna í heild sinni má lesa hér.