Eftirfarandi fréttatilkynning var send frá Samhæfingarstöð almannavarna til fjölmiðla rétt í þessu.

  • Fólk á Flateyri er beðið um að halda kyrru fyrir
    heima að svo stöddu.
  • Íbúar á Suðureyri eru beðnir um að halda sig frá
    höfninni.
  • Rýma þarf Höfða í Skutulsfirði.

Eitt snjóflóðið fór ekki
langt frá a.m.k. einu húsi en ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður.
Ekki er vitað til þess að fleiri hafi orðið fyrir snjóflóðunum á þessari
stundu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar
er á leið til Flateyrar.

Aðgerðarstjórn er að
störfum á Ísafirði.

Varðskipið Þór sem var statt
á Ísafirði er einnig á leið til Flateyrar.

Síðast uppfært: 15. janúar 2020 klukkan 01:09