Alþingi hefur samþykkt þrjú frumvörp dómsmálaráðherra sem orðin eru að lögum. Annars vegar er frumvarp um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráningu raunverulegra eigenda. Hins vegar eru tvö frumvörp um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Markmið laganna um peningaþvætti er að ljúka við að innleiða í íslenskan rétt ákvæði fimmtu peningaþvættistilskipunar ESB. Lögin taka á skilgreiningu einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, skorðum við nafnlausri notkun fyrirframgreiddra korta, skrá um bankareikninga og geymsluhólf og eftirliti með almannaheillafélögum svo eitthvað sem nefnt. Nánar má lesa um frumvarpið og feril þess á eftirfarandi slóð https://www.althingi.is/thingstorf/listar-yfir-mal-a-yfirstandandi-thingi/samantektir-um-thingmal/?ltg=150&mnr=709

Lagabreytinga um stöðu, stjórn og starfhætti þjóðkirkjunnar byggja á viðbótarsamningi ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi milli sömu aðila um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 (kirkjujarðasamkomulagið) og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998. Markmið breytinganna er að einfalda framkvæmd fjárhagslegs stuðnings ríkisins við þjóðkirkjuna á grundvelli eldri samninga milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Að stefna að auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. 

Nánar má lesa um feril frumvarpanna á eftirfarandi slóðum: https://www.althingi.is/thingstorf/listar-yfir-mal-a-yfirstandandi-thingi/samantektir-um-thingmal/?ltg=150&mnr=449 og

https://www.althingi.is/thingstorf/listar-yfir-mal-a-yfirstandandi-thingi/samantektir-um-thingmal/?ltg=150&mnr=708