Connect with us

Innlent

Gæta þarf að mörkunum milla skatta og þjónustugjalda

Birt

þann

Í kjölfar breytinga á stjórnarskránni árið 1995 þar sem m.a. var skerpt á kröfum til skattalagningarheimilda hóf umboðsmaður að eigin frumkvæði að fylgjast með því hvort lög væru í samræmi við þessar kröfur. Að undanförnu hefur þessi athugun beinst að því hvort lagaákvæði og framkvæmd við töku þjónustugjalda fyrir opinbera þjónustu samræmist þeim mörkum milli skatta og þjónustugjalda sem leiða af ákvæðum stjórnarskrárinnar og lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins.

Samhliða þessari athugun hefur umboðsmaður einnig haft til athugunar kvartanir og ábendingar sem varða gjaldtöku stjórnvalda í formi þjónustugjalda. Ætlun umboðsmanns var að þessar kvartanir yrðu afgreiddar á sama tíma og lokið yrði við áðurnefnda frumkvæðisathugun sem lyti að þjónustugjaldaheimildum almennt. Þannig gæfist færi á að fjalla um ýmis sameiginleg álitaefni á þessu sviði sem m.a. tengjast mörkum milli skatta og þjónustugjalda og efni lagaheimilda til töku þjónustugjalda.

Vegna takmarkaðra möguleika umboðsmanns til að sinna frumkvæðisathugunum á síðustu misserum og þar sem ekki eru horfur, a.m.k. um sinn, á verulegum breytingum þar á hefur umboðsmaður ákveðið að fella niður almenna frumkvæðisathugun sína á töku þjónustugjalda og leysa aðeins úr einstökum kvörtunum um slík gjöld. Um leið og umboðsmaður hefur tilkynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um þessa ákvörðun hefur hann í bréfi til þessara aðila gert grein fyrir þeim álitaefnum sem skoðun hans á þessum málum hafði beinst að. Umboðsmaður tekur fram í bréfi sínu að þetta geri hann til þess að viðtakendur bréfsins geti tekið afstöðu til þess hvort þeir telja tilefni til að þessi mál verði tekin til heildstæðrar athugunar á vettvangi þeirra og hvort þörf sé almennt á skýrari stefnumörkun og lagaramma um töku þjónustugjalda hjá hinu opinbera.

Í bréfinu rekur umboðsmaður meðal annars ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við framsali skattlagningarvalds en að baki þeim ákvæðum búi að kjósendur til Alþingis og sveitarstjórna hafi við val á kjörnum fulltrúum tækifæri til að hafa áhrif á að hvaða umfangi þeim er gert að greiða skatta og í hvað tekjum af þeim er varið.

Umboðsmaður víkur síðan að því að á síðustu áratugum hafi borgurunum í auknum mæli verið gert að greiða hinu opinbera fyrir t.d. þjónustu eða leyfi, sem látið er í té, með svonefndum þjónustugjöldum eða greiðsluþátttöku. Sé greiðslunni þá ætlað að standa að hluta eða öllu leyti undir kostnaði við þjónustu. Í réttarframkvæmd hafi verið gengið út frá því að slík taka þjónustugjalds þurfi að byggjast á lagaheimild og að þar komi fram á hvaða kostnaði megi byggja gjaldtökuna.

Þegar sú leið sé farin af hálfu kjörinna fulltrúa á Alþingi að leggja þjónustugjöld á borgarana sem byggja á kostnaði við að láta þeim í té tiltekið endurgjald sé almennt ekki fyrir að fara hliðstæðri aðkomu og eftirliti Alþingis með þeim kostnaði við opinbera starfsemi sem borgurunum er gert að greiða og þar með í hvaða mæli viðkomandi stofnun telur rétt að haga umfangi eða kostnaði við viðkomandi þátt í starfseminni. Alþingi hafi með lagasetningu um umgjörð gjaldtökunnar í reynd framselt það til hlutaðeigandi stjórnvalds að meta að hvaða umfangi stjórnvaldið telur rétt að stofna til kostnaðar við starfsemi sína sem það getur síðan gert borgurunum að greiða.

Vegna álitaefna um mörkin milli skatta og þjónustugjalda vekur umboðsmaður sérstaka athygli á þeim tilvikum þar sem ekki verði annað séð en Alþingi hafi veitt stjórnvöldum heimild til þess að innheimta, í formi þjónustugjalda sem borgurunum er gert að greiða, allan eða nær allan kostnað vegna starfsemi tiltekinnar stofnunar eða starfseiningar hjá ríki og sveitarfélögum. Þetta eigi t.d. við í tilvikum þar sem þessum sömu aðilum er með lögum falið að sinna almennu eftirliti með framkvæmd mála á viðkomandi sviði og þar með að fara með þá almannahagsmuni sem ríki og sveitarfélög fara með.

 

Bréf umboðsmanns til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.

Almannavarnir

Norðurland: Áfram rýming á Siglufirði vegna snjóflóðahættu

Birt

þann

Eftir

//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

 • Áfram rýming á húsum á Siglufirði
 • Áfram hættustig Veðurstofu Íslands á Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á Norðurlandi

Áfram er spáð snjókomu og vindi næstu daga á Norðurlandi.  Í dag féll snjóflóð  í Héðinsfirði, en ekki bárust tilkynningar um fleiri flóð.  Af þessum sökum verður áfram í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og hættustig á Siglufirði með rýmingum. Óvissustig er á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu.  Íbúar sem rýmdu hús í gær fá að fara heim undir kvöld til þess að sækja hluti og huga að eigum sínum undir eftirliti lögreglu en fá ekki að dvelja þar.

Í dag tókst að opna Siglufjarðarveg og veginn um Ólafsfjarðarmúla, en honum verður aftur lokað kl 20:00 í kvöld vegna hættu á snjóflóðum. Búast má við truflunum á samgöngum á meðan þetta ástand varir og er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með tilkynningum Vegagerðarinnar – Auk þess er vegurinn um Ljósavatnsskarð á óvissustigi vegna snjóflóðahættu. Þá var tilkynnt um að krapastífla hafi verið að myndast við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum og er fólk beðið um að hafa varan á sér þegar farið er um þann vegakafla.

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Týr, liggur inni á Eyjafirði úti fyrir Dalvík og verður til taks á meðan hættuástand varir.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Veðurstofa Íslands og sveitarfélagið Fjallabyggð fylgjast áfram náið með þróun og stöðu mála.


//English//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

 • Áfram rýming á húsum á Siglufirði
 • Áfram hættustig Veðurstofu Íslands á Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á Norðurlandi

Áfram er spáð snjókomu og vindi næstu daga á Norðurlandi.  Í dag féll snjóflóð  í Héðinsfirði, en ekki bárust tilkynningar um fleiri flóð.  Af þessum sökum verður áfram í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og hættustig á Siglufirði með rýmingum. Óvissustig er á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu.  Íbúar sem rýmdu hús í gær fá að fara heim undir kvöld til þess að sækja hluti og huga að eigum sínum undir eftirliti lögreglu en fá ekki að dvelja þar.

Í dag tókst að opna Siglufjarðarveg og veginn um Ólafsfjarðarmúla, en honum verður aftur lokað kl 20:00 í kvöld vegna hættu á snjóflóðum. Búast má við truflunum á samgöngum á meðan þetta ástand varir og er fólk hvatt til þess að fylgjast vel með tilkynningum Vegagerðarinnar – Auk þess er vegurinn um Ljósavatnsskarð á óvissustigi vegna snjóflóðahættu. Þá var tilkynnt um að krapastífla hafi verið að myndast við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum og er fólk beðið um að hafa varan á sér þegar farið er um þann vegakafla.

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Týr, liggur inni á Eyjafirði úti fyrir Dalvík og verður til taks á meðan hættuástand varir.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Veðurstofa Íslands og sveitarfélagið Fjallabyggð fylgjast áfram náið með þróun og stöðu mála.


//English//

Notification from the Department of Civil Protection and Emergency Management and the Police Commissioner in East Iceland:

 • Continued evacuation from the houses in Siglufjörður.
 • Continued danger alert by the Icelandic Met Office in Siglufjörður, due to avalanche danger and uncertainty phase in North Iceland.

A forecast for snow and wind is in place for the coming days in North Iceland. An avalanche fell today in Héðinsfjörður, but no other avalanches were reported. For this reason, an uncertainty phase will continue to be in effect due to the risk of avalanches in North Iceland and an uncertainty phase in Siglufjörður, as well as evacuation. An uncertainty phase is in effect for Siglufjarðarvegur, due to the risk of avalanches. Residents who evacuated their houses yesterday will be allowed to go home in the evening to fetch things and look after their properties, under the observation of the police, but they will not be allowed to stay there. 

Siglufjarðarvegur was successfully opened today as well as the road through Ólafsfjarðarmúli, but it will be closed again at 8 AM due to the risk of avalanches. Disturbances may be expected regarding transportation while this situation is ongoing and people are encouraged to closely monitor announcements from the Icelandic Road and Coastal Administration – also, the road through Ljósavatnsskarð is in an uncertainty phase due to the risk of avalanches. An announcement has also been made about an ice blockage forming by the bridge across Jökulsá á Fjöllum and people are requested to be alert when travelling through this part of the road.

The coast guard ship Týr, from the Icelandic Coast Guard, is outside Eyjafjörður and will be available for as long as the danger lasts. 

 • On the Icelandic Met Office’s website, a forecast for local avalanche risks outside of populated areas and in the mountains can be found: https://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/
 • On the Icelandic Road and Coastal Administration’s website, all information can be found about driving conditions and the conditions of roads: https://www.vegagerdin.is/

The Department of Civil Protection and Emergency Management, the Police Commissioner of North East Iceland, the Icelandic Met Office and the Fjallabyggð municipality will continue to closely monitor developments and the state of affairs. 

Síðast uppfært: 21. janúar 2021 klukkan 18:41

Lesa meira

Innlent

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 01/2021

Birt

þann

Eftir

logo-for-printing

21. janúar 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 12/2020 dags 18. desember sl. þar sem að engin meginvaxtaákvörðun hefur verið af hálfu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands síðan þá.

Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, er því óbreyttur 1,50%.
Dráttarvextir haldast því óbreyttir og verða áfram 8,50% fyrir tímabilið 1. – 28. febrúar 2021.

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir, haldast einnig óbreyttir og verða því áfram sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 28. febrúar 2021:

• Vextir óverðtryggðra útlána 3,30%
• Vextir verðtryggðra útlána 1,90%
• Vextir af skaðabótakröfum 2,20%

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 01/2021Til baka

Lesa meira

Innlent

Mæla með að hefja sölumeðferð og skráningu

Birt

þann

Eftir

Meirihlutar efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis mæla með því að hafist verði handa við undirbúning útboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og skráningu hlutanna á markað.

Þá telur Seðlabanki Íslands ljóst að jafnræði bjóðenda verði tryggt, auk þess sem fyrirhuguð sala er talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð.

Þetta kemur fram í umsögnum nefndanna og Seðlabanka Íslands um greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, en umsagnanna er aflað í samræmi við ákvæði laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Úr umsögn meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar

Í umsögn meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar segir að tillaga Bankasýslunnar sé varfærin og sett fram við aðstæður sem ætla megi að séu hagstæðar til að taka fyrsta skref í að draga úr áhættu ríkisins af stórum eignarhlutum í fjármálakerfinu.

Með því að bjóða aðeins út takmarkaðan hluta eignar ríkisins og skrá hlutabréfin á opinberan verðbréfamarkað sé komið á virkri og gagnsærri verðlagningu hlutabréfanna án þess að skapa offramboð, enda sé markmiðið er að stuðla að hærra heildarverðmæti til lengri tíma.
Þá segir í umsögninni að markaðsaðstæður séu í flestu hagstæðar. Sögulega lágir vextir örvi þannig að öðru jöfnu eftirspurn eftir hlutabréfum og ýti almennt undir atvinnuvegafjárfestingu. Hlutabréfaverð íslenskra og erlendra banka hafi hækkað verulega frá miðju síðasta ári, auk þess sem mikil umframeftirspurn hafi verið við útboð hlutabréfa á síðasta ári.

Við útboð og sölu er aftur á móti nauðsynlegt að gætt verði að eftirfarandi atriðum að mati meirihlutans:

 • Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði.
 • Að lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka.
 • Að tryggt verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður í útboðinu.
 • Að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. 
 • Að sett verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið býður til kaups í útboðinu, t.d. þannig að lágmark verði 25% og hámark 35%.

Í niðurstöðu meirihluta nefndarinnar segir loks eftirfarandi:

„Að teknu tilliti til framangreinds mælir meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar eindregið með því að hafist verði handa við undirbúning útboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka og skráningu hlutanna á markað.“

Úr umsögn meirihluta fjárlaganefndar

Í umsögn fjárlaganefndar er fjallað um lykilmarkmið fyrirhugaðrar sölu. Þar segir m.a. að um 430 ma.kr. séu bundnir í eign ríkisins í Landsbanka og Íslandsbanka en í svo mikilli fjárbindingu sé fólginn fórnarkostnaður og hann þurfi að meta í samhengi við vænta arðsemi, uppbyggingu samfélagslegra innviða, minni skuldsetningu og lægri vaxtabyrði.

Huga þurfi að dreifðu og fjölbreyttu eignarhaldi Íslandsbanka eftir sölu og vel komi til greina að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður í útboðinu. Þá megi lita svo á að tilkoma Íslandsbanka á hlutabréfamarkað væri jákvætt skref frá samkeppnissjónarmiði með fjölgun félaga á markaði.

Til að staðið verði við markmið um fjölbreytt, heilbrigt og dreift eignarhald leggur meirihluti fjárlaganefndar til:

 • Að tryggt verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður í útboðinu.
 • Að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans.
 • Að sett verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið býður til kaups í útboðinu, t.d. þannig að lágmark verði 25% og hámark 35%.

Úr umsögn Seðlabanka Íslands

Í umsögn Seðlabanka Íslands segir að áhrif sölu á hlut í Íslandsbanka muni fara eftir því hversu margir hlutir í Íslandsbanka verða boðnir út, hve mikil þátttaka erlendra fjárfesta verði og hvernig hlutafjárkaup bæði innlendra og erlendra fjárfesta í útboðinu verða fjármögnuð. 

Segir í umsögninni að ekki liggi fyrir eiginlegt verðmat á 25% hlut í Íslandsbanka og er þar vísað til greinargerðar fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem fram kemur að í frumútboði sé stefnt að því að selja allt að 25% af eignarhlut ríkisins að því gefnu að markaðsaðstæður séu hagfelldar. Miðað við virði Íslandsbanka samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 2019 gæti salan skilað ríkissjóði um 35 ma.kr.

Seðlabankinn fjallar um jafnræði bjóðenda út frá því hvort þeir væru innlendir eða erlendir og hvort notaðar yrðu aflandskrónur sem keyptar voru með afslætti, með vísan til laga um sölu og meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frá því þau lög voru sett hafi fjármagnshöft verið losuð og séu einu takmarkanirnar sem eftir standa gagnvart aflandskrónueigendum þær að þeir þurfi í sumum tilvikum að skipta aflandskrónum í erlendan gjaldeyri til þess að losna undan takmörkunum laga en að því sögðu standi innlendir og erlendir kaupendur eignarhluta jafnfætis hvað varðar heimildir og möguleika til fjárfestingar.

Í umsögninni er fjallað um áhrif sölunnar á gjaldeyrismarkað og gjaldeyrisforða og segir að til að meta þau þurfi að áætla hversu mikil þátttaka erlendra aðila í útboðinu gæti orðið. Tillaga Bankasýslunnar miðast við að seldir hlutir í útboðinu verði aðeins skráðir á verðbréfamarkað innanlands en líklegt sé að þetta dragi að öðru óbreyttu úr áhuga erlendra fjárfesta á að taka þátt í úboðinu þótt ekki sé hægt að útiloka áhuga þeirra, en verð á hlut geti þar t.d. haft áhrif.

Um laust fé í umferð segir í umsögn Seðlabankans að sala á eignarhlutum í Íslandsbanka fyrir 35 ma.kr. til innlendra eða erlendra fjárfesta ætti ekki að hafa áhrif á peningamagn í umferð og þar með laust fé svo lengi sem þessum fármunu sé varið til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs.

Niðurstaða Seðlabanka Íslands er því sú að fyrirhuguð sala á 25% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka myndi hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð og sömuleiðis ætti jafnræði bjóðenda að vera tryggt.

Áform í samræmi við stjórnarsáttmála og eigendastefnu

Ráðherra féllst á tillögu Bankasýslu ríkisins um að hefja undirbúning að skráningu Íslandsbanka hf. á skipulegan verðbréfamarkað innanlands og sölumeðferð á eignarhlutum í kjölfar almenns útboðs þann 18. desember sl.

Í greinargerð ráðherra kemur fram að stefnt sé að því að selja allt að 25% af eignarhlut ríkisins í bankanum, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. Áformin eru í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki. Með sölunni er stefnt að eftirfarandi markmiðum:

 • að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu;
 • að efla virka samkeppni á fjármálamarkaði;
 • að hámarka endurheimtur ríkissjóðs af eignarhaldinu og sölu á hlutum;
 • að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma;
 • að auka fjárfestingarmöguleika fyrir innlenda einstaklinga og fagfjárfesta;
 •  að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga.

Í samræmi við lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum mun ráðherra nú taka ákvörðun um hvort gera eigi breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, m.a. að teknu tilliti til athugasemda fjárlaganefndar eða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við greinargerðina.

Sjá einnig

Stefnt að sölu eignarhluta í Íslandsbanka á vormánuðum

Greinargerð um ráðgerða sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka

Fylgigögn:

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin