Connect with us

Stjórnarráðið

GRECO birtir eftirfylgniskýrslu um Ísland

Birt

on

Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO), hafa í dag birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands í fimmtu úttekt samtakanna á aðildarríkjunum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerð níu tillögur til Íslands í hvorum hluta.

Forsætisráðuneytið annast samskipti við samtökin vegna fyrri hluta úttektarinnar en dómsmálaráðuneytið fer með málefni sem varða síðari hluta hennar.Samkvæmt eftirfylgniskýrslu GRECO hefur Ísland nú innleitt fjórar tillögur sem varða æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Fjórar til viðbótar eru innleiddar að hluta að mati samtakanna en ein tillaga telst ekki innleidd.

Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022.Unnið er að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur verið falið ráðgjafarhlutverk við innleiðingu tillagna starfshópsins, sjá framvinduskýrslu stofnunarinnar frá desember 2019.

Innlent

Opið samráð um evrópska tilskipun um losun gróðurhúsalofttegunda frá einkabílum og sendibílum

Birt

on

By

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um losun gróðurhúsalofttegunda frá einkabifreiðum og sendiferðabifreiðum. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 5. febrúar 2021.

Endurskoða á löggjöf sambandsins um staðla sem gilda um losun koldíoxíðs, CO2, frá þessum ökutækjum. Markmiðið er að skýr stefna gildi í þessum efnum frá árinu 2025 í samræmi við stefnu ESB í loftslagsmáum (e. European Green Deal). Samgöngur án losunar gróðurhúsalofttegunda er hluti af markmiðum sambandsins um jafnvægi í losunarmáum um 2050.  

Lesa meira

Innlent

Sjötti fundur norrænna þróunarsamvinnuráðherra á þessu ári

Birt

on

By

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í fjarfundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda sem haldinn var í dag. Grænar áherslur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og jafnt aðgengi að bóluefni við COVID-19 voru í brennidepli á fundinum, sem er sá sjötti sem þeir halda á þessu ári. 

Ráðherrarnir voru sammála um að fjárfesting, uppbygging og aðgangur að sjálfbærri orku væri grundvöllur að grænni uppbyggingu eftir heimsfaraldurinn og leggja skyldi áherslu á grænar fjárfestingar alþjóðlegu fjárfestingabankanna, þar með talið Alþjóðabankans. Lögðu ráðherrarnir áherslu á að sú uppbygging sem fer fram í kjölfar COVID-19 verði að byggja á jafnrétti og mannréttindum.

Öll norrænu ríkin hafa lagt verulagt fjármagn í alþjóðlegt átak um þróun bóluefnis við COVID-19 og jafnan aðgang að því. Bent var á að þótt kostnaðurinn við að þróa, framleiða og veita aðgang að bóluefni væri mikill skilaði sú fjárfesting sér aftur nánast samstundis þegar hagkerfi heimsins opnast aftur. 

„Heimsfaraldurinn og aðgerðir honum tengdar hafa þegar haft afar neikvæðar afleiðingar á heilsu og velferð fólks í þróunarríkjum. Milljónir bætast í hóp sárafátækra og hungraðra og töluvert hefur dregið úr bólusetningum barna. Nauðsynlegt er að huga að því að þegar byrjað verður að bólusetja fyrir kórónuveirunni þá komi það ekki niður á annarri heilbrigðisþjónustu og dragi ekki enn frekar úr barnabólusetningum vegna annarra lífshættulegra sjúkdóma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Ráðherrarnir lýstu yfir ánægju með nýlega framlagaráðstefnu fyrir Afganistan, sem haldin var í Genf í nýliðnum mánuði. Finnum var sérstaklega hrósað fyrir sinn þátt en þeir skipulögðu ráðstefnuna ásamt Afganistan og Sameinuðu þjóðunum. Vakið hefur athygli hversu háum framlögum var lofað til uppbyggingar í Afganistan í ljósi aðstæðna. Ísland tilkynnti á ráðstefnunni um þrjátíu milljóna króna framlag til mannúðarstarfs þar.

Að lokum lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum vegna ástandsins í Tigray-héraði í Eþíópíu. Mikill fjöldi flóttamanna hefur flúið til Súdans og hætta er á neyðarástandi í kjölfar átakanna. Ráðherrarnir lýstu yfir sérstökum áhyggjum vegna réttinda óbreyttra borgara og aðgangi þeirra að mannúðaraðstoð. Mikilvægt væri að friðsamleg lausn finnist sem fyrst.

Lesa meira

Innlent

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020

Birt

on

By

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2020 liggur fyrir. Uppgjörið í heild sinni er aðgengilegt á vefsíðu Fjársýslu ríkisins.

Rekstrarafkoman án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 168 ma.kr. sem er í samræmi við væntingar að teknu tilliti til áhrifa heimsfaraldurs Covid-19.

Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á útgjöld og tekjur ríkisins og afkomu ríkissjóðs á árinu. Brugðist hefur verið við áhrifunum með ýmsum aðgerðum og leitað eftir heimildum vegna þess með afgreiðslu Alþingis á fernum fjáraukalögum og er frumvarp að þeim fimmtu til meðferðar. Viðbótarkostnaður vegna Covid-19 er að miklu leyti kominn fram og áætlanir ríkisaðila hafa verið uppfærðar.

Helstu niðurstöður uppgjörsins eru í samanburði við árið 2019:

Allar tölur eru í millj. kr.

Raun 2020 Raun 2019 Frávik
Tekjur samtals 536.222 589.672 -53.449
Gjöld samtals 667.274 575.817 -91.458
Tekjur umfram gjöld -131.052 13.855 -144.907

Tekjur voru 536 ma.kr. og lækkuðu um 53 ma.kr. eða 9% á milli ára. Þar af skýrist 11 ma.kr. lækkun af frestuðum skatttekjum vegna heimsfaraldurs. Tekjuskattur einstaklinga lækkaði um 10 ma.kr., virðisaukaskattur um 35 ma.kr. og tryggingagjald  um 8 ma.kr. á milli ára. Breytingar á tekjuflokkum á milli ára koma fram í meðfylgjandi töflu: 

Gjöld tímabilsins voru 667 ma.kr. sem er hækkun um 91 ma.kr. eða 16% frá árinu 2019. Hækkunin skýrist af áhrifum af og viðbrögðum við Covid-19. Mestu hækkun málaflokka án fjármagnsgjalda má sjá í meðfylgjandi töflu:

Málaflokkar Jan Sep 2020 mesta breyting frá fyrra ári Breyting (m.kr.) Br. %
3010 – Vinnumál og atvinnuleysi 49.685 247%
3330 – Lífeyrisskuldbindingar 9.782 57%
2310 – Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta 5.200 9%
2910 – Barnabætur 3.331 38%
3110 – Húsnæðisstuðningur 2.975 36%
2510 – Hjúkrunar- og dvalarrými 2.548 8%
2610 – Lyf 2.543 17%
2720 – Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð, örorka 2.278 16%
1110 – Samgöngur 2.074 11%

Aðrir helstu þættir sem fram koma í uppgjörinu eru:

  • Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um tæpa 37 ma.kr. sem er 8 ma.kr. neikvæð breyting frá 2019. Fjármagnstekjur voru 46 ma.kr. og lækka um 38 ma.kr milli ára. Fjármagnsgjöld voru 82 ma.kr. og lækkuðu um 46 ma.kr. Hvorutveggja skýrst að stærstum hluta af gengismun.
  • Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.309 ma.kr, skuldir samtals námu 2.029 ma.kr. og eigið fé nam 280 ma.kr.
  • Handbært fé í lok september var 275 ma.kr., sem er hækkun um 34 ma.kr. Rekstrarhreyfingar voru neikvæðar um 105 ma.kr., fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 30 ma.kr og fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 168 ma.kr.
  • Staða langtímalána nam alls 867 ma.kr. í lok september 2020 og hækkaði um 117 ma.kr. frá ársbyrjun. Breytinguna má að mestu leyti rekja til útgáfu innlendra ríkisbréfa sem gefin voru út til að fjármagna fyrirséðan halla ríkissjóðs á næstu misserum
  • Fjárfestingar tímabilsins námu 30 ma.kr. sem er hækkun um 23 ma.kr. frá sama tímabili árið 2019 eða 28% hækkun milli ára. Fyrr á árinu var veitt 18 ma.kr. framlag á fjáraukalögum í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar. Stærsti málaflokkurinn í fjárfestingum er málefnasviðið Samgöngur, með fjárfestinguum 21 ma.kr. á tímabilinu sem er hækkun um 6 ma.kr. frá fyrra ári.

Sundurliðun á tekjum ríkis og gjöldum niður á málefnasvið, málaflokka og ríkisaðila kemur fram í mánaðaruppgjöri sem Fjársýsla ríkisins birtir.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin