Matvælastofnun varar við neyslu tiltekins fersks kjúklings frá Matfugli ehf vegna gruns um salmonellusmit. Um er að ræða kjúkling sem Matfugl ehf framleiðir undir vörumerkjum Ali, Bónus og FK. Grunur kom upp um salmonellusmit í einum sláturhóp kjúklinga hjá Matfugli ehf. Fyrirtækið hefur þegar stöðvað dreifingu og vinnur að innköllun á vörunni.