Hanna Björg Henrysdóttir hefur verið settur deildarstjóri geislaeðlisfræðideildar Landspítala frá 1. janúar 2020 til næstu sex mánaða.

Hanna Björg lauk BSc námi í hátæknieðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2008, MSc gráðu í læknisfræðilegri eðlisfræði frá Vrije Universiteit í Amsterdam árið 2011 og MSc gráðu í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands árið 2016.

Hanna Björg hefur unnið á Landspítala sem geislaeðlisfræðingur frá árinu 2008.