Connect with us

Innlent

Haustfundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins lokið

Birt

on

Loftslagsmál, grænar orkulausnir, málefni hafsins og heilbrigðismál voru á meðal fundarefna á þriggja daga haustfundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins (e. Senior Arctic Officials Plenary) sem lauk í gær. Fundarefnin voru í samræmi við formennskuáherslur Íslands í ráðinu en til umræðu var einnig ráðherrafundur Norðurskautsráðsins sem halda á í maí 2021. Þar taka Rússar við formennskukeflinu af Íslendingum.

Stjórnarfundur embættismannanefndar ráðsins (e. Senior Arctic Officials Executive) fór fram í síðustu viku og fóru báðir fundir fram með blönduðum hætti vegna heimsfaraldursins.

Á fundum embættismannanefndarinnar ræddu Einar Gunnarsson, sendiherra og formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins, Magnús E. Jóhannesson, sérlegur ráðgjafi um málefni norðurslóða og Mary Frances Davidson frá Sjávarútvegsskóla GRÓ, niðurstöður veffundaraðar um málefni hafsins við fulltrúa embættismannanefndar Norðurskautsráðsins og fulltrúa frumbyggjasamtaka á norðurslóðum. Fundararöðin stóð frá 29. september til 29. október og fóru fundirnir fóru fram alla fimmtudaga þar sem að jafnaði 100-150 manns fylgdust með. Sérfræðingar víðs vegar um heim fluttu erindi og tóku þátt í umræðum en yfirskrift fundaraðarinnar var Senior Arctic Officials’ based Marine Mechanism (SMM).

Nóg annað hefur verið á dagskrá á vettvangi norðurslóða að undanförnu.

Þriggja daga haustfundur vinnuhóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun (e. Sustainable Development Working Group) var haldinn dagana 26.-28.október og auka stjórnarfundir 16. október og 4. nóvember. Á fundunum var farið yfir framgang þeirra fjölmörgu verkefna sem unnin eru á vettvangi vinnuhópsins, svo sem á sviði á sviði umhverfismála, félagsmála, heilbrigðismála og sjálfbærrar auðlindanýtingar. Þá gekk vinnuhópurinn frá skýrslu sinni um viðbrögð við COVID-19 faraldrinum á norðurslóðum, en hópnum var falið af embættismannanefnd Norðurskautsráðsins að skila tillögum um viðbrögð Norðurskautsráðsins við faraldrinum fyrir fund embættismannanefndarinnar nú í vikunni. Stefán Skjaldarson, sendiherra, er formaður vinnuhópsins í formennskutíð Íslands.

20. október fór fram fyrsti fjarviðburðurinn undir yfirskriftinni Samtal um norðurslóðir. Um er að ræða röð viðburða sem Rannsóknasetur um Norðurslóðir við Háskóla Íslands, Norðurslóðanet Íslands og Vestnorræna ráðið í samstarfi við Norrænahúsið, formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Hringborð Norðurslóða standa fyrir haustið 2020. Efni viðburðanna endurspegla formennskuáherslur Íslands og fjalla um málefni tengd samvinnu, samfélögum á norðurslóðum, heilsu og orkumál.

13. október voru drög að niðurstöðum úr verkefni vinnuhóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun um bláa lífshagkerfið á norðurslóðum (2019-2020) rædd. Umræðurnar fóru fram á vinnustofu um bláa lífhagkerfið.

Þessa dagana stendur svo yfir veffundaröð undir yfirskriftinni Arctic Resilience Forum 2020. Fundaröðin hófst 7.október síðastliðinn og lýkur í janúar 2021. Veffundarröðin er haldin af formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og skipulögð í sameiningu af vinnuhópi Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun og Arctic Initiative við Harvard Kennedy School’s Belfer Center.

Þá hefur Einar Gunnarsson einnig reglulega átt óformlega fundi með frumbyggjum og fulltrúum embættismannanefndar Norðurskautsráðsins í svokölluðu kaffispjalli formennskunnar. Kaffispjallið er skemmtileg stafræn lausn til að bæta upp fyrir skort á óformlegu spjalli sem fylgdi fundum og ráðstefnum áður en kórónuveiran kom til sögunnar.

Innlent

Áherslur lögreglunnar á Austurlandi í desember

Birt

on

By

5 Desember 2020 11:41

Lögreglan á Austurlandi mun í desembermánuði fylgjast með ástandi ökumanna í umferð sem og með dekkja- og ljósabúnaði ökutækja. Þá þykir lögreglu rétt í ljósi árstíðar að líta sérstaklega eftir útsýni úr ökutækjum og sýnileika þeirra, að ökumenn hreinsi vel rúður og ljós og gæti að því að öll ljós logi, jafnt að framan sem aftan.

Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega í umferðinni og setji sér markmið um slysalausan desember. Það hefur hún gert og mun með þessu áherslum sínum meðal annars gera sitt til að svo megi verða.

Gerum þetta saman og eigum ánægjulegan, rólegan og góðan jólamánuð.

Lesa meira

Innlent

Opið samráð um evrópska tilskipun um losun gróðurhúsalofttegunda frá einkabílum og sendibílum

Birt

on

By

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um losun gróðurhúsalofttegunda frá einkabifreiðum og sendiferðabifreiðum. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 5. febrúar 2021.

Endurskoða á löggjöf sambandsins um staðla sem gilda um losun koldíoxíðs, CO2, frá þessum ökutækjum. Markmiðið er að skýr stefna gildi í þessum efnum frá árinu 2025 í samræmi við stefnu ESB í loftslagsmáum (e. European Green Deal). Samgöngur án losunar gróðurhúsalofttegunda er hluti af markmiðum sambandsins um jafnvægi í losunarmáum um 2050.  

Lesa meira

Innlent

Sjötti fundur norrænna þróunarsamvinnuráðherra á þessu ári

Birt

on

By

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í fjarfundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda sem haldinn var í dag. Grænar áherslur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og jafnt aðgengi að bóluefni við COVID-19 voru í brennidepli á fundinum, sem er sá sjötti sem þeir halda á þessu ári. 

Ráðherrarnir voru sammála um að fjárfesting, uppbygging og aðgangur að sjálfbærri orku væri grundvöllur að grænni uppbyggingu eftir heimsfaraldurinn og leggja skyldi áherslu á grænar fjárfestingar alþjóðlegu fjárfestingabankanna, þar með talið Alþjóðabankans. Lögðu ráðherrarnir áherslu á að sú uppbygging sem fer fram í kjölfar COVID-19 verði að byggja á jafnrétti og mannréttindum.

Öll norrænu ríkin hafa lagt verulagt fjármagn í alþjóðlegt átak um þróun bóluefnis við COVID-19 og jafnan aðgang að því. Bent var á að þótt kostnaðurinn við að þróa, framleiða og veita aðgang að bóluefni væri mikill skilaði sú fjárfesting sér aftur nánast samstundis þegar hagkerfi heimsins opnast aftur. 

„Heimsfaraldurinn og aðgerðir honum tengdar hafa þegar haft afar neikvæðar afleiðingar á heilsu og velferð fólks í þróunarríkjum. Milljónir bætast í hóp sárafátækra og hungraðra og töluvert hefur dregið úr bólusetningum barna. Nauðsynlegt er að huga að því að þegar byrjað verður að bólusetja fyrir kórónuveirunni þá komi það ekki niður á annarri heilbrigðisþjónustu og dragi ekki enn frekar úr barnabólusetningum vegna annarra lífshættulegra sjúkdóma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Ráðherrarnir lýstu yfir ánægju með nýlega framlagaráðstefnu fyrir Afganistan, sem haldin var í Genf í nýliðnum mánuði. Finnum var sérstaklega hrósað fyrir sinn þátt en þeir skipulögðu ráðstefnuna ásamt Afganistan og Sameinuðu þjóðunum. Vakið hefur athygli hversu háum framlögum var lofað til uppbyggingar í Afganistan í ljósi aðstæðna. Ísland tilkynnti á ráðstefnunni um þrjátíu milljóna króna framlag til mannúðarstarfs þar.

Að lokum lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum vegna ástandsins í Tigray-héraði í Eþíópíu. Mikill fjöldi flóttamanna hefur flúið til Súdans og hætta er á neyðarástandi í kjölfar átakanna. Ráðherrarnir lýstu yfir sérstökum áhyggjum vegna réttinda óbreyttra borgara og aðgangi þeirra að mannúðaraðstoð. Mikilvægt væri að friðsamleg lausn finnist sem fyrst.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin