„Siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu“ er yfirskrift heilbrigðisþings 15. nóvember 2019 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Heilbrigðisþingið og viðfangsefni þess er liður í vinnu sem framundan er við gerð þingsályktunartillögu um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi næsta vor. 

Heilbrigðisþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis en mikilvægt að gestir skrái þátttöku sína

Dagskrá og skráning á www.heilbrigdisthing.is