Icelandair of fljótir að afskrifa WOW air?

Þegar að Icelandair tilkynnti að þeir væru hættir við kaupin á WOW air töldu menn þar innanborðs sig eflaust vera að losna á ódýran hátt við sinn helsta samkeppnisaðila af íslenska flugmarkaðnum. Um leið var gefið í skyn að staða WOW væri ennþá verri en talið hafi verið og félagið væri í raun búið að vera.

Icelandair virtist á þessum tímapunkti hafa pálmann í höndum sér og á hluthafafundi daginn eftir tilkynnti Icelandair áætlun um að auka flugsætaframboð um 35% enda talið líklegt á þeim tímapunkti að WOW væri að hverfa af markaðnum.

Þessi frábæra staða virðist þó á einhvern ótrúlegan hátt hafa snúist gegn Icelandair á skyndilegan og óvæntan hátt. Bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo partners sem sérhæfir sig í rekstri lággjaldaflugfélaga hefur nú hafið viðræður um mögulega aðkomu sína að WOW air. Ljóst þykir að þetta muni styrkja rekstrarstöðu WOW umtalsvert og auka verðsamkeppni.

Hlutabréf Icelandair hafa í kjölfarið hrunið og ljóst er að mikil óvissa ríkir um framtíðarþróun íslenska flugbransans sem er orðinn mjög mikilvægur með vaxandi ferðaþjónustu.

2018-12-02T17:06:34+00:00