Hluti hópsins í vettvangsferð á Langjökli.


Árlegur fundur haldinn á slóðum Snorra í Reykholti

6.11.2019

Á
dögunum héldu Veðurstofan, Jarðvísindastofnun Háskólans og Alþjóðlega Jöklarannsóknafélagið árvissa ráðstefnu jöklafræðinga og
jarðvísindafólks á Norðurlöndunum í Reykholti. Framhaldsnemar og vísindamenn
sýndu þar nýjustu
niðurstöður rannsókna á jöklakortlagningu, hreyfingu jökla, jöklajarðfræði og
náttúruvá sem tengist jöklabreytingum en einnig voru kynnt
verkefni sem snúa að vísindamiðlun og hafa víðari skírskotun í samfélagslegu
tilliti.


Þátttakendur heimsóttu náttúrulaugarnar við Deildartunguhver og íshellinn í Langjökli þar sem myndin var tekin.

Tveggja daga námskeið í Elmer/Ice líkanreikningum var haldið í Reykjavík á undan ráðstefnunni, fyrir
nemendur og vísindamenn sem eru að taka sín fyrstu skref í jöklalíkanreikningum.
Námskeiðið var styrkt af Háskóla Íslands, Veðurstofunni, CSC í Finnlandi og IGE í Grenoble. Við þökkum öllum þeim sem tóku
þátt á ráðstefnunni og styrktaraðilum, Landsvirkjun, Vegagerðinni og Vinum Vatnajökuls.