Rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo
daga í Múlakvísl og er nú um 260 míkróS/cm. Mikið vatn er í ánni miðað við
árstíma en þó minna en hámarks sumarrennsli. Hlaup af þessari stærðargráðu eru
vel þekkt í Múlakvísl. Mikil gasmengun fylgir hinsvegar hlaupinu að þessu
sinni. Veðurstofan er með gasmæli við Láguhvola sem erum um 2 km frá jökuljaðri
Kötlujökuls. Þar mældist í nótt hæsta gildi
brennisteinsvetnis (H2S) um 20 ppm, sem er yfir
heilsuverndarmörkum. Því er varhugavert að staldra við nálægt ánni eða vera
nálægt upptökum hennar við jökuljaðarinn.