Loftslagsbreytingar auka landeyðingu með meiri ákafa í
úrkomu og flóðum, tíðari og umfangsmeiri þurrkum, meira álagi vegna hita, vinds
og ölduróts auk hærri sjávarstöðu. Samhliða áhrifum loftslagsbreytinga eykst
landnotkun hratt og hafa loftslagsbreytingar nú þegar áhrif á fæðuöryggi. Hlýnun
á heimskautasvæðum mun hraða bráðnun sífrera og raska enn frekar norðlægum
skógum, bæði vegna meiri þurrka og skógarelda auk skordýraplága og
gróðursjúkdóma. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu á vegum IPCC, Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem
kom út í dag.