Sunnudaginn 18. ágúst verður reistur skjöldur þar sem áður
var sæti Okjökuls, en hópur vísindamanna og kvikmyndagerðarmanna stendur að
viðburðinum til að benda á áhrif loftslagsbreytinga. Ok var afskráður sem
jökull haustið 2014 þegar ljóst var jökullinn var hættur að skríða undan eigin
þunga Í tilefni viðburðarins á sunnudaginn, sem kallaður er „Minningarstund um
Ok“,, hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur skrifað grein um Ok, en jökullinn var
einn af þeim rúmlega 300 jöklum landsins sem skráðir voru um aldamótin síðustu.
Þegar jöklarnir voru kortlagðir að nýju árið 2017 töldust 56 þeirra ekki lengur
til jökla.