Connect with us

Lögreglan

Möguleg krapastífla í Skógá – hætta á flóði

Birt

þann

14 Febrúar 2020 16:37

Mjög lítið rennsli er nú í Skógá og þar með Skógarfossi.   Kunnugir hafa bent á að það geti stafað af krapastíflu í ánni sem síðan ryðji sig og við þær aðstæður geti komið flóð fram ána.   Ekki hafa fundist heimildir um mögulega stærð slíks flóðs og að líkindum skiptir þar miklu máli hvar slík stífla er staðsett.  Til öryggis hefur ferðamönnum verið vísað fjær fossinum og eru lögreglumenn og björgunarsveitarmenn nú þar á svæðinu við þá vinnu.  Vatnamælingasviðið veðurstofu hefur verið gert viðvart um málið.   Veðurfarslegar aðstæður eru þannig að ekki er unnt að skoða ofar í ána að sinni en það verður gert um leið og viðrar til þess.

Á meðfylgjandi  mynd má sjá rennslið í morgun en eitthvað hefur aukist í síðan þá.

Lesa meira

Innlent

Norðurland: Áfram hættustig Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á Norðurlandi.

Birt

þann

Eftir

23 Janúar 2021 17:56

//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

  • Áfram hættustig Veðurstofu Íslands vegna snjóflóðahættu og rýming á húsum á Siglufirði
  • Áfram óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi
  • Helstu leiðir Norðanlands ófærar

Mikið hefur bætt á snjó víða á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Mörg snjóflóð hafa fallið síðan á mánudag, þar af nokkur stór.  Ekki hefur verið tilkynnt um snjóflóð frá því að síðustu flóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, en ekki er hægt að útiloka að fleiri flóð hafi fallið þar sem vegir eru lokaðir og fáir á ferli. Spáð er áframhaldandi norðan hvassviðri með éljum og snjókomu, a.m.k. fram á sunnudag og áfram búist við mikilli snjóflóðahættu.

Næsti stöðufundur vegna rýmingar á Siglufirði verður á morgun, sunnudag klukkan 16.

Samgöngur:
Helstu leiðir Norðanlands eru ófærar en athugað verður með mokstur í fyrramálið.

Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með tilkynningum Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar:

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Veðurstofa Íslands, fulltrúar sveitarfélaga og Vegagerðin fylgjast áfram náið með þróun og stöðu mála.

Myndir teknar á Siglufirði í dag

Myndir teknar á Siglufirði í dag.


//English//

Announcement from the Department of Civil Protection and Emergency Management and the Police Commissioner of North-East Iceland:

  • Continued alert phase by the Icelandic Met Office, due to the risk of avalanches and the evacuation of houses in Siglufjörður 
  • Continued uncertainty phase due to the risk of avalanches in North Iceland 

Snow has greatly increased in many places in North-Iceland in the last 24 hours. Many avalanches have fallen since Monday, some of them big. No avalanches have been reported since the last ones fell in Öxnadalsheiði last night, but the possibility of more having fallen cannot be excluded as roads are closed and very few people are around. The forecast is for continued high winds from the north as well as snow showers and snowing, at least into Sunday and a great risk of avalanches continues to be expected. The next status meeting regarding evacuation in Siglufjörður will be held tomorrow, Sunday, at 4 PM.

Transportation:

Main routes in North-Iceland are impassable, but the possibility of clearing the roads will be checked tomorrow. 

People are encouraged to monitor closely announcements from the Icelandic Met Office and the Icelandic Road and Coastal Administration:

  • On the Icelandic Met Office’s website, a forecast can be found for locational risks of avalanches outside populated areas and in the mountains: https://www.vedur.is/#syn=snjoflod
  • On the Icelandic Road and Coastal Administration’s website, complete information can be found about travel- and road conditions: https://www.vegagerdin.is/

The Department of Civil Protection and Emergency Management, the police in north-east Iceland, the Icelandic Met Office and the Fjallabyggð municipality, as well as the Icelandic Road and Coastal Administration, will continue to closely monitor developments and the state of affairs. 

Lesa meira

Innlent

Ísafjörður: Rýming á svæði 9 vegna snjóflóðahættu

Birt

þann

Eftir

23 Janúar 2021 09:52

Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði vegna snjóflóðahættu (sjá meðfylgjandi kort). Á þessum reit eru atvinnuhúsnæði. Áður hafði verið tryggt að húsin væru mannlaus eftir að vinnu lauk í gær.

Nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, þar af þrjú ofan þessara atvinnuhúsa. Ekkert þessara snjóflóða hefur verið mjög stórt. Sorpmóttaka í Funa er einnig lokuð vegna snjóflóðahættu.

Snjókoma hefur verið með köflum síðan á laugardag fyrir viku og töluverð snjósöfnun síðasta einn og hálfa sólarhring. Spáð er svipuðu veðri fram eftir sunnudegi og síðan hægari NA-átt fram á mánudag. Áfram má búast við snjóflóðaástandi og samgöngutruflunum á Vestfjörðum í dag og eru upplýsingar uppfærðar reglulega á www.vegag.is.

Hér má finna rýmingaráætlun fyrir Ísafjörð: https://www.vedur.is/ofanflod/vidbunadur/isafjordur/

Lesa meira

Innlent

Heimilisofbeldi og frelsissvipting – gæsluvarðhald til 27. janúar

Birt

þann

Eftir

22 Janúar 2021 18:32

Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, eða til 27. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á heimilisofbeldi og frelsissviptingu í Reykjavík í gær. 

Rannsókn málsins miðar vel, en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo stöddu.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin