Nauðgun af gáleysi

Þegar fólk hugsar um einstaklinga sem nauðga hugsar það sjaldan um vini sína. Ég kannast við fleiri en einn og fleiri en tvo sem hafa verið sakaðir um nauðgun, og það gera þá eflaust fleiri. Það voru 140 nauðganir tilkynntar til lögreglu árið 2017 og líklega mun fleiri sem voru það ekki. Ég tilheyri stórum vinkvennahóp og innan hans hefur verið brotið á nær helming. Þýðir það þá að Ísland sé uppfullt af kynóðum skrímslum? Eða þýðir það að venjulegt fólk geti nauðgað?

Þá kemur upp spurningin; hvað á að gera ef að vinur þinn hefur verið sakaður um nauðgun?“

„Það sem á endanum neyddi mig til þess að horfast í augu við það sem gerðist var að byrja í heilbrigðu sambandi og horfa með hryllingi til baka og sjá hvaða hluti ég var búin að normalísera í fyrra sambandi.“

„Ástæða þess að ég ákvað loksins að skrifa þetta niður er frekar vandræðaleg, ég fór að gráta vegna þess að mér var ekki boðið í partí. Ég sat í herberginu mínu heima hjá foreldrum mínum, nýorðin 27 ára gömul, og eftir alla vinnuna sem ég hafði lagt á mig síðasta ár þá grét ég vegna þess að geranda mínum var boðið í partí og þar af leiðandi var ég ekki velkomin. Ég byrjaði á því að vorkenna sjálfri mér og hugsa hvað þetta væri ósanngjarnt, að ég sem hafði ekkert gert væri refsað vegna þess að einhver hefði brotið á mér. Síðan áttaði ég mig á því að þetta snerist auðvitað ekki um partí heldur svo miklu meira.“

2019-03-01T15:11:47+00:00