Connect with us

Alþingi

Nefndafundir með breyttu sniði

Birt

þann

26.3.2020

Til að draga úr hættu af smiti af kórónaveirunni hafa fastanefndir Alþingis undanfarið eingöngu fundað með fjarfundabúnaði. Eins og sjá má á myndum sem hér birtast hafa formenn nefnda verið í nefndaherbergi en aðrir nefndarmenn verið á heimili sínu og gestir verið utan þingsvæðis. Einungis þær fastanefndir sem þurft hafa að fjalla um þingmál sem tengjast Covid-19 faraldrinum halda fundi þessa dagana.

Fjarfundur-velferdarnefndar-26-marsFjarfundur í velferðarnefnd 26. mars 2020.

Fjarfundur-velferdarnefndar-26-mars_2

Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, stýrir fundi frá nefndaherbergi.

Fjarfundur-allsherjar-og-menntamalanefndar-23-mars_

Fjarfundur í allsherjar- og menntamálanefnd 23. mars 2020.

Fjarfundur-allsherjar-og-menntamalanefndar-23-mars_2

 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, stýrir fundi frá nefndaherbergi.

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-marsFjarfundur í efnahags- og viðskiptanefnd 23. mars 2020.

Fjarfundur-efnahags-og-vidskiptanefndar-23-mars_2Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, stýrir fundi frá nefndaherbergi. 

Fjarfundur-fjarlaganefndar-23-mars_1585241420770Fjarfundur í fjárlaganefnd 23. mars 2020.

Fjarfundur-fjarlaganefndar-23-marsWillum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, stýrir fundi frá nefndaherbergi.

Lesa meira

Alþingi

Ný útgáfa lagasafnsins

Birt

þann

Eftir


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,
Fax 563 0550,
Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Lesa meira

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir fimmtudaginn 21. janúar

Birt

þann

Eftir

15.1.2021

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar fimmtudaginn 21. janúar kl. 10:30. Þá verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lesa meira

Alþingi

Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar fimmtudaginn 21. janúar

Birt

þann

Eftir

19.1.2021

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fjarfund fimmtudaginn 21. janúar kl. 9:00. Til umfjöllunar verður skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta ársins 2020. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin