Níu ungum starfsmönnum Landspítala voru afhentir styrkir til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala með athöfn þriðjudaginn 10. desember 2019 í Hringsal.  Styrkirnir námu allt að 1,5 milljónum króna og gerðu ungu vísindamennirnir grein fyrir fjölbreyttum rannsóknarverkefnum sínum.

Markmið styrkjanna, sem veittir hafa verið síðan 2011, er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni ungra starfsmanna.  Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, hélt erindi við afhendinguna og frumsýnt var myndband vísindaráðs og samskiptadeildar, Vísindasjóður Landspítala: Mikilvægur bakhjarl.

Aron Hjalti Björnsson sérnámslæknir, lyflækningar
Meðumsækjandi:  Þorvarður Löve sérfræðilæknir, vísindadeild og Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækningar.
Rannsókn: Áhrif TNFa hemla á sýklalyfjanotkun sjúklinga með iktsýki.

Ástríður Pétursdóttir sérnámslæknir, skurðlækningar
Meðumsækjandi: Tómas Guðbjartsson,  prófessor og yfirlæknir, skurðlækningar.
Rannsókn: Áhættuþættir, nýgengi, meðferð og lifun sjúklinga með djúpa sýkingu eða rof í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir.
Aðrir samstarfsmenn: Sigurjón Ragnar Rögnvaldsson læknir, Sjúkrahúsinu í Helsingborg og Alexander Emil Kaspersen læknanemi, Háskólanum í Árósum.

Helgi Kristinn Björnsson sérnámslæknir, lyflækningar  
Meðumsækjandi:  Einar Stefán Björnsson yfirlæknir, lyflækningar.
Rannsókn: Áhættuþættir fyrir lifrarskaða af völdum TNF-alpha hemla.
Aðrir meðumsækjendur og samstarfsmenn: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækningar og Gerður Gröndal yfirlæknir, lyflækningar.

Íris Kristinsdóttir kandídat, lyflækningar
Meðumsækjendur: Valtýr Thors sérfræðilæknir, barnalækningar og Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir, barnalækningar.
Rannsókn: Bráðar garnasýkingar hjá ungum börnum á Íslandi – forsendur fyrir bólusetningu gegn rotaveiru?
Aðrir samstarfsmenn: Arthur Löve yfirlæknir, sýkla- og veirufræði og Sigurður Kristjánsson sérfræðilæknir, barnalækningar.

Judith Amalía Guðmundsdóttir sérfræðilæknir, barnalækningar
Rannsókn: Upplifun verkja, dagleg athafnageta, líkamleg virkni og lífsgæði barna með barnagigt á Íslandi og upplifun foreldra af heilbrigðisþjónustu og líðan barna sinna. 
Aðrir meðumsækjendur og samstarfsmenn: Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur, geðþjónusta,  Sólrún Kamban hjúkrunarsérfræðingur, göngudeildarþjónusta Barnaspítala Hringsins og Erla Kolbrún Svavarsdóttir forstöðumaður, framkvæmdastjórn hjúkrunar,  Þjóðbjörg Guðjónsdóttir lektor, námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ og Auður Kristjánsdóttir og Svanhildur Arna Óskarsdóttir nemar, námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ.

Kristján Torfi Örnólfsson sérnámslæknir, lyflækningar
Meðumsækjandi: Sigurður Ólafsson sérfræðilæknir, lyflækningar.
Rannsókn: Lýðgrunduð rannsókn á áhættu á primary biliary cholangitis meðal sjúklinga með mótefni gegn mótefnavökum hvatbera en ekki önnur merki um sjúkdóminn.

Signý Lea Gunnlaugsdóttir sérnámslæknir, lyflækningar  
Meðumsækjandi: Magnús Gottfreðsson yfirlæknir, vísindadeild.
Rannsókn: Liðsýkingar á Íslandi 2003-2017.
Aðrir meðumsækjendur og samstarfsmenn: Helga Erlendsdóttir lífeindafræðingur, sýkla- og veirufræði, Kristján Orri Helgason sérfræðilæknir, sýkla- og veirufræði og Sigurður Guðmundsson sérfræðilæknir, lyflækningar.

Telma Huld Ragnarsdóttir sérnámslæknir, lyflækningar
Meðumsækjandi: Ólafur S. Indriðason sérfræðilæknir, lyflækningar. 
Rannsókn: Bráður nýrnaskaði á bráðamóttöku, framsýn tilfellamiðuð rannsókn.
Aðrir meðumsækjendur og samstarfsmenn: Runólfur Pálsson, læknir og forstöðumaður, lyflækningar og Vicente Sancha-Brunete Ingelmo sérfræðilæknir, bráðalækningar.     

Þórður Páll Pálsson sérnámslæknir, skurðlækningar
Meðumsækjandi: Runólfur Pálsson læknir og forstöðumaður, lyflækningar.
Rannsókn: Árangur meðferðar við lokastigsnýrnabilun á Íslandi 2000-2018.