Connect with us

Seðlabankinn

Nýtt millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands

Birt

on

logo-for-printing

27. október 2020

Bygging Seðlabanka Íslands

Reglur nr. 1030/2020 um millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands tóku gildi mánudaginn 26. október 2020, sama dag og kerfið var tekið í notkun, en gangsetning þess hófst þremur dögum fyrr, sbr. frétt Seðlabanka Íslands 19. október 2020. Kerfið er í eigu Seðlabankans og leysir af hólmi stórgreiðslukerfi bankans og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar ehf. sem jafnframt er í eigu bankans. Stór hluti allra fjármálafærslna einstaklinga og fyrirtækja á milli innlánsstofnana í landinu fer um millibankagreiðslukerfi Seðlabankans, t.d. debetkortafærslur og almennar millifærslur á milli reikninga. Fyrri kerfi voru komin til ára sinna og endurnýjun þeirra var orðin tímabær. Markmiðið er sem fyrr að miðla greiðslum hér á landi á skjótan, öruggan og hagkvæman hátt.

Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, skal bankinn stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslumiðlun í landinu og við útlönd. Um millibankagreiðslukerfið gilda lög nr. 90/1999 um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum. Þátttakendur í kerfinu eru m.a., auk Seðlabankans, fjármálafyrirtæki hér á landi sem hafa hlotið starfsleyfi samkvæmt 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Reiknistofa bankanna er þjónustuaðili fyrir kerfið. Í kjölfar setningar reglna nr. 1030/2020 verða reglur nr. 703/2009 um stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og reglur nr. 704/2009 um starfsemi jöfnunarkerfa felldar úr gildi.

Eins og fram kom í frétt Seðlabanka Íslands 19. október 2020 er hlutverk hins nýja millibankagreiðslukerfis tvíþætt. Annars vegar eru þar gerðar upp stórgreiðslur, þ.e. greiðslur sem eru 10 m.kr. eða hærri, í rauntíma á stórgreiðslureikningum fjármálafyrirtækja í Seðlabankanum. Hins vegar eru þar smágreiðslur, þ.e. greiðslur undir 10 m.kr. Jöfnunarfjárhæðir úr smágreiðsluviðskiptum eru svo gerðar upp á stórgreiðslureikningum tvisvar á sólarhring á virkum dögum.

Á síðasta ári var veltan í stórgreiðslukerfinu 17 þúsund milljarðar króna í um 118 þúsund greiðslufyrirmælum. Í jöfnunarkerfinu var veltan rúmlega fjögur þúsund milljarðar króna og færslufjöldinn ríflega 68 milljónir. Á þessu sést hversu mikilvægt millibankagreiðslukerfið er fyrir viðskipti hér á landi.

Þátttakendur í millibankagreiðslukerfinu lúta eftirliti skv. lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þeir verða að uppfylla kröfur um eiginfjárhlutfall og lausafjárhlutfall, vera með innra eftirlit til þess að koma í veg fyrir peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, hafa yfir að ráða tryggu eftirlitskerfi, hafa lagt fram fullnægjandi uppgjörstryggingar í Seðlabanka Íslands og að ráða yfir viðbúnaðaráætlun til nota í áföllum.

Sjá hér reglur 1030/2020: Reglur um millibankagreiðslukerfi Seðlabanka Íslands, nr. 1030/2020.

Sjá hér frétt Seðlabanka Íslands 19. október 2020: Nýtt millibankagreiðslukerfi tekið í notkun í vikulokin.

Til baka

Lesa meira

Innlent

Fossar GP ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfra sjóða

Birt

on

By

logo-for-printing

26. nóvember 2020

Bygging Seðlabanka ÍslandsFjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Fossar GP ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 18. nóvember 2020, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í skráningunni felst heimild rekstraraðila til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.Til baka

Lesa meira

Innlent

Gagnatöflur vátryggingafélaga – þriðji ársfjórðungur 2020

Birt

on

By

logo-for-printing

25. nóvember 2020

Bygging Seðlabanka ÍslandsFjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt gagnatöflur íslenskra vátryggingafélaga á samandregnu formi fyrir þriðja ársfjórðung 2020. Gagnatöflurnar byggja á ársfjórðungslegum gagnaskilum vátryggingafélaga á móðurfélagsgrunni. Hér er einnig samantekt um þróun helstu stærða úr rekstri skaðatryggingafélaga og líftryggingafélaga á þriðja ársfjórðungi þessa árs.Til baka

Lesa meira

Innlent

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 11/2020

Birt

on

By

logo-for-printing

20. nóvember 2020

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 10/2019 dagsett 19. október sl. þar sem grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði í 7 daga, hefur lækkað þar sem peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka meginvexti um 0,25 prósentur við meginvaxtaákvörðun sína hinn 18. nóvember sl.

Dráttarvextir lækka því að sama skapi um 0,25 prósentur og verða 8,50% fyrir tímabilið 1. – 31. desember 2020.

Aðrir vextir af peningakröfum sem Seðlabanki Íslands tilkynnir verða sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. desember 2020:

• Vextir óverðtryggðra útlána 3,50%
• Vextir verðtryggðra útlána 2,00%
• Vextir af skaðabótakröfum 2,34%

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 11/2020

Til baka

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin