Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk við neyslu á silfurkúlum frá Dr. Oetker. Varan inniheldur mjólk sem ekki er getið um á umbúðum. Kaupfélag Skagfirðingar hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra.