Connect with us

Stjórnarráðið

Ráðherra skipar í embætti þriggja skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Birt

þann

Nýtt skipurit atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tók gildi í þessum mánuði en með breytingunum urðu til þrjár nýjar fagskrifstofur í stað tveggja áður. Um er að ræða skrifstofu landbúnaðarmála, skrifstofu matvælaöryggis og fiskeldis og skrifstofu sjávarútvegsmála.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað skrifstofustjóra fyrir hinar nýju fagskrifstofur. Það eru þau Ása Þórhildur Þórðardóttir, skrifstofustjóri landbúnaðarmála, Áslaug Ýr Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri sjávarútvegsmála og Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri matvælaöryggis- og fiskeldis. Þau taka öll til starfa á næstunni.

Embættin voru auglýst laus til umsóknar þann 18. júlí sl.  en alls bárust 93 umsóknir. Ráðgjafandi hæfnisnefnd mat 10 umsækjendur mjög vel hæfa.

Ása Þórhildur Þórðardóttir hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra landbúnaðarmála.
Hún er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Ása Þórhildur hefur starfað innan Stjórnarráðsins frá árinu 2011 þegar hún hóf störf í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Hún starfaði í velferðarráðuneytinu á árunum 2014-2018 en kom til starfa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á árinu 2018. Frá 2019 hefur Ása Þórhildur verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla og landbúnaðar.

Alls bárust 27 umsóknir um starfið. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Ásu Þórhildi mjög vel hæfa til að gegna embættinu.


Kolbeinn Árnason hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra matvælaöryggis- og fiskeldis
Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og AMP gráðu frá IESE Business School í Barcelona. Á árum áður gegndi Kolbeinn starfi skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins, hann var fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins hjá fastanefnd Íslands við Evrópusambandið í Brussel, skrifstofustjóri á skrifstofu fiskveiðistjórnunar í sjávarútvegsráðuneytinu, yfirlögfræðingur og framkvæmdastjóri lögfræðideildar skilanefndar og slitastjórnar Kaupþings og framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Síðustu ár hefur Kolbeinn starfað sem lögmaður.

Alls bárust 34 umsóknir um starfið. Ráðgefandi hæfnisnefnd Kolbein mjög vel hæfan til að gegna embættinu.


Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra sjávarútvegsmála.
Hún er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sjávarútvegsfræði frá sama skóla. Hún hefur lokið diplómanámi í hafrétti frá Rhodes Academy. Áslaug Eir hefur starfað hjá Fiskistofu frá árinu 2007. Frá árinu 2010 til 2013 starfaði Áslaug Eir sem deildarstjóri hjá stofnuninni og frá 2014 hefur hún gegnt stöðu sviðsstjóra veiðieftirlits- og lögfræðisviðs og verið staðgengill fiskistofustjóra.

Alls bárust 32 umsóknir um starfið. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Áslaugu Eir mjög vel hæfa til að gegna embættinu.

Lesa meira

Innlent

Ráðherra mælir fyrir frumvarpi um villt dýr

Birt

þann

Eftir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um er að ræða heildarendurskoðun laga, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í skýrslu nefndar um lagalega stöðu villtra fugla og spendýra frá apríl 2013, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra, voru ýmsar tillögur sem  horft var til við  gerð frumvarpsins.

Umhverfi málaflokksins hefur tekið töluverðum breytingum frá því núverandi löggjöf tók gildi fyrir 25 árum, til að mynda með aukinni áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, breyttum skuldbindingum Íslands á grundvelli alþjóðasamninga og fjölgun ferðamanna sem vilja skoða náttúru og dýralíf landsins.

Meðal helstu áherslna í frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag er aukin dýravernd og dýravelferð og alhliða vernd villtra fugla, villtra spendýra og helstu búsvæða þeirra. Eins er kveðið á um lögfestingu válista vegna villtra fugla og villtra spendýra og að sérstakar stjórnunar- og verndaráætlanir verði gerðar fyrir alla helstu stofna og tegundir villtra dýra. Ákvarðanir um vernd og veiðar byggi þannig á vísindalegum og faglegum forsendum, en gerð áætlananna verður samvinnuverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar og eiga þær að liggja til grundvallar ákvarðanatöku í málaflokknum.

Í frumvarpinu er kveðið á um að allar veiðar á villtum dýrum, þ.m.t. hlunnindaveiðar, eigi að vera sjálfbærar, mælt er fyrir um virka veiðistjórnun og veiðieftirlit á landinu öllu og að tekið verði með markvissum hætti á tjóni sem villt dýr og fuglar valdi. Þá er þar komið til móts við sérstakar þarfir veiðimanna sem bundnir eru við hjólastól.

„Segja má að lögfesting stjórnunar- og verndaráætlana fyrir villta dýrastofna sé í raun hjartað í þessu frumvarpi og meginbreytingin frá gildandi lögum um þetta efni. Með gerð stjórnunar- og verndaráætlana er lagður mikilvægur grunnur að því að ávallt verði byggt á haldbærum, faglegum og vísindalegum upplýsingum við vernd, stýringu og stjórnun á stofnum villtra dýra. Á þeim aldarfjórðungi síðan lögin tóku gildi hefur margt tekið breytingum, ekki einungis í náttúrunni sjálfri heldur líka í afstöðu til nýtingar og umgengni við hana. Ég er sérstakur talsmaður þess að við leggjum vísindin að leiðarljósi í allri okkar ákvarðanatöku og þetta frumvarp er því kærkomin breyting á núgildandi lögum“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

Lesa meira

Innlent

​Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti dómenda við Endurupptökudóm

Birt

þann

Eftir

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skila umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómenda við Endurupptökudóm, sem auglýst voru laus til umsóknar í Lögbirtingablaði þann 18. september 2020. Um er að ræða tvö embætti dómenda og tvö embætti varadómenda. Alls bárust 17 umsóknir um embættin en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka.

Það er niðurstaða dómnefndar að Eyvindur G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson sé hæfastir umsækjenda til að gegna embætti dómenda við Endurupptökudóm.

Á eftir þeim komi, jafn settir, Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Þessir fjórir séu því hæfastir til að gegna embætti varadómenda við Endurupptökudóm.

Dómnefndina skipuðu: Helgi I. Jónsson, formaður, Ari Karlsson, Halldór Halldórsson, Óskar Sigurðsson og Skúli Magnússon.

Umsögn dómnefndar má lesa hér.

Lesa meira

Innlent

Opið samráð um evrópska tilskipun um aksturs- og hvíldartíma ökumanna

Birt

þann

Eftir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 18. febrúar 2021.

Samkvæmt reglum sem nú gilda eru atvinnuökumenn sem flytja af og til farþega með almenningsvögnum og hópbifreiðum settir undir sömu reglur um skipulag aksturs og hvíldartíma og ökumenn vöruflutningabifreiða. Þessar reglur eiga ekki alltaf vel við flutning farþega. Með samráðinu á að reyna að finna leiðir til að aðlaga reglurnar að þörfum þessara ökumanna. 

Með söfnun gagna og greiningu þeirra hefur framkvæmdastjórnin í hyggju að meta áhrif gildandi reglna og hvort mögulegt sé að aðlaga þær að þörfum þessara ökumanna. Framkvæmdastjórnin mun meta áhrif reglnanna á réttindi ökumanna, samkeppnisskilyrði þeirra sem reka fólksflutninga fyrirtæki og á umferðaröryggi. 

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin