Frá viðbragðsstjórn Landspítala í kjölfar óveðurs 14. febrúar 2020:

Rauðu stigi hefur nú verið aflétt og viðbragðsstjórn Landspítala formlega lokið störfum í dag, föstudaginn 14. febrúar 2020.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, hefur umsjón með stöðumati svo ef breyting verður mun hún kalla viðbragðsstjórnina aftur saman.

Starfsfólki eru færðar innilegar þakkir fyrir frábært samstarf og almenn liðlegheit í þessum sérstöku aðstæðum. Þetta var lærdómsríkt og ánægjulegt að allt virðist hafa gengið vel.

Góða vakt og góða helgi!