Sigríður María Atladóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Vökudeildar á Barnaspítala Hringsins. Sigríður hefur starfað á deildinni í fimmtán ár og er með meistaragráðu í barnahjúkrun. 
Síðastliðin þrjú ár hefur hún verið aðstoðardeildarstjóri og deildarstjóri undanfarna mánuði.

Sigríður María lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og meistaraprófi í barnahjúkrun 2017. Hún hefur starfað á Vökudeild frá útskrift, með stuttri viðkomu á hjarta- og lungnaskurðdeild, og tók við stöðu aðstoðardeildarstjóra árið 2016.

Sigríður María hefur meðal annarra starfa á Vökudeild sinnt klínískri kennslu hjúkrunarfræðinema og margvíslegu þróunar- og umbótastarfi ásamt því að vera í sjúkraflutningateymi fyrir veika nýbura og fyrirbura. Hún hefur gegnt varaformennsku í Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga og tekið þátt í norrænu samstarfi um verkjarannsóknir á fyrstu árum lífsins, PEARL-pain in early life.