Kjúklingarfóður

15.01.2020
Fréttir –
Dýraheilbrigði / Matvælaöryggi

Matvælastofnun hefur gefið út endurskoðaða skoðunarhandbók fyrir eftirlit hjá fóðurframleiðendum. Eftirlit stofnunarinnar er framkvæmt samkvæmt skoðunarhandbókum

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglum um kröfur til fóðurfyrirtækja. Ber þar hæst strangari kröfur varðandi díoxín og PCB í fituríkum afurðum t.d. lýsi og jurtaolíum. Nú verða fyrirtæki sem markaðssetja þessar fituríku afurðir að láta efnagreiningavottorð um innihald díoxíns og PCB að fylgja hverri lotu og þær greiningar verða að sýna að þessi eiturefni séu undir hámarksviðmiðunum. Einnig er kaupendum þessara afurða gert skylt að kalla eftir díoxín og PCB vottorðum þegar þeir kaupa þessar afurðir,

Skoðunarhandbókin fjallar einnig um lög og reglugerðir sem fóðureftirlitið byggir á. Einnig þvingunarúrræði og önnur viðurlög sem Matvælastofnun getur beitt gagnvart þeim fyrirtækjum sem fara ekki að settum reglum.

Ítarefni

Til baka