„Ekki er ráð nema í tíma sé tekið – margþættur vandi barna og fjölskyldna“ er yfirskrift árlegrar ráðstefnu barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL.  Ráðstefnan verður á Grand hótel Reykjavík föstudaginn 31. janúar 2020.

Ráðstefnan nú er á afmælisári því BUGL er 50 ára og vegna þess er dagskráin sérlega vegleg með tveimur aðalfyrirlesturum. Vinnustofur verða með þeim bæði fyrir og eftir ráðstefnuna. Fluttur verður fjöldi erinda sem tengjast viðfangsefninu og veggspjaldakynningar verða á ýmsum úrræðum sem eru í boði.

Dagskrá

Skráning

Vinnustofa Louise Hays

Vinnustofa J.T. Walkup

Ráðstefnur BUGL