Connect with us

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Skýrsla vinnuhóps ÍSÍ um þjóðarleikvanga í íþróttum

Birt

on

18.11.2020
Vinnuhópur sem framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði um þjóðarleikvanga í kjölfar Íþróttaþings ÍSÍ 2019 hefur skilað af sér skýrslu og hefur skýrslan verið kynnt fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ og sambandsaðilum ÍSÍ.

Helstu verkefni vinnuhópsins voru að kortleggja þarfir þeirra sérsambanda sem uppfylla kröfur reglugerðar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum og koma með tillögur að forgangsröðun og úrlausnum.

Í skýrslunni má finna ítarlega samantekt á skilgreiningum og fyrri vinnu á vegum ÍSÍ sem tengist umræðu um íþróttamannvirki og þjóðarleikvanga. Upplýsingar eru um aðkomu sveitarfélaga að aðstöðumálum sérsambanda og skoðuð er staðan hjá bæði Norðurlandaþjóðum sem og mörgum smáþjóðum Evrópu.

Umræða um þjóðarleikvanga snýst ekki eingöngu um keppnismannvirki heldur líka að tryggja sérsamböndum ÍSÍ aðgengi að æfingaaðstöðu fyrir sitt afreksstarf og iðkendur. Ítarlega er fjallað um þann þátt í skýrslunni.
Vinnuhópurinn ræddi hlutverk ríkis og sveitarfélaga varðandi uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja og mikilvægi þess að skilgreina fjárhagslega aðstoð ríkisins við æfingar og keppni og alþjóðlega keppni sérsambanda.

Hvað varðar þau sérsambönd sem geta gert tilkall að skilgreindrum þjóðarleikvangi telur vinnuhópurinn rétt að horfa til þeirra sérsambanda sem flokkast sem A-Afrekssérsambönd en jafnframt þeirra sérsambanda sem halda reglulega alþjóðlega viðburði eða leika landsleiki heima og að heiman í undankeppnum stórmóta.

Vinnuhópurinn telur að nauðsynlegt sé að til staðar séu mannvirki (þjóðarleikvangar) sem uppfylla skilyrði fyrir alþjóðleg mót í okkar helstu íþróttagreinum. Fjármögnun íþróttamannvirkja, bæði bygging þeirra og rekstur, sé og verði stærsta úrlausnarmálið og mikilvægt að ríkisvaldið og sveitarfélög komi saman að því að koma á fót þjóðarleikvöngum íþrótta. Sameiginlega þurfi allir aðilar að finna raunhæfa nálgun á þetta stóra verkefni fyrir íslenskar íþróttir.

Vinnuhópur um þjóðarleikvanga – Lokaskýrsla 2020

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Dagur sjálfboðaliðans í dag

Birt

on

By

05.12.2020

Ár hvert er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. 

Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið borin uppi af sjálfboðaliðum sem starfað hafa af ástríðu í þágu íþrótta í landinu og svo er enn. Sjálfboðaliðar í hreyfingunni sinna verkefnum, stórum jafnt sem smáum, og sjá til þess að starfsemin blómstri. Það gleymist oft að þakka sjálfboðaliðum fyrir þeirra mikilvæga framlag og því er tilvalið að nýta þennan góða dag til að bera upp hugheilar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sinna og/eða hafa sinnt sjálfboðaliðastörfum í hreyfingunni. Vonandi mun íþróttahreyfingin áfram búa svo vel að geta leitað aðstoðar hjá sjálfboðaliðum svo hreyfingin megi halda áfram að dafna og eflast.

ÍSÍ sendir öllum sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni bestu kveðjur í tilefni dagsins og þakkir fyrir frábær störf í þágu íþróttanna á Íslandi!

Lesa meira

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Þórarinn framkvæmda- og íþróttastjóri KLÍ

Birt

on

By

04.12.2020

Stjórn Keilusambands Íslands (KLÍ) ákvað í október sl. að sameina störf íþróttastjóra og framkvæmdastjóra sambandsins. Ein megin ástæða þeirra breytinga er sögð vera sú að fá meiri nýtni úr einum starfsmanni í fullu starfi heldur en tveim í hlutastörfum. Á liðnu ársþingi KLÍ var samþykkt fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir þessari breytingu. Stjórnin auglýsti stöðuna í byrjun október og bárust nokkrar umsóknir. Ráðinn hefur verið til starfa Þórarinn Már Þorbjörnsson, en hann tekur við sem framkvæmda- og íþróttastjóri KLÍ ekki síðar en 1. mars 2021.

Kristján Ó. Davíðsson sem gengt hefur starfi íþróttastjóra sinnir því áfram í það minnsta til áramóta.

Lesa meira

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ – Guðni Valur Guðnason

Birt

on

By

04.12.2020

Guðni Valur Guðnason, Ólympíufari, margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kringlukasti er fimmti gestur Verum hraust – Hlaðvarps ÍSÍ.

Guðni Valur setti Íslandsmet á árinu 2020 er hann kastaði kringlunni 69,35 m., en það er einnig fimmta lengsta kast ársins í heiminum á árinu. Guðni Valur hefur keppt á Evrópu- og heimsmeistaramótum sem og Smáþjóðaleikum fyrir Íslands hönd frá árinu 2015. Hann sigraði kringlukastskeppnina á Smáþjóðaleikunum árin 2015 með kast upp á 56,40 m og 2017 með kast upp á 59,98 m og náði 2. sætinu árið 2019. Guðni Valur keppti á EM árið 2018 og var einungis 83 cm frá því að komast í úrslit. Guðni átti þá stigahæsta afrek Íslendings ársins samkvæmt stigatöflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF).

Í viðtalinu, sem tekið er af Kristínu Birnu Ólafsdóttur, talar Guðni um ferilinn, æfingar, lífið, áskoranir og markmið komandi ára.

Viðtalið má sjá hér á Youtube-síðu ÍSÍ.

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ er aðgengilegt á öllum helstu veitum, Spotify og Apple iTunes. Einnig má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.  

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin