Connect with us

Heilsa

Sóttkví aflétt af hjartadeild Landspítala – engin Covid-19 smit hjá sjúklingum eða starfsfólki

Birt

þann

Frá farsóttanefnd Landspítala:

Niðurstöður úr Covid-19 skimun allra sjúklinga og meirihluta starfsfólks hjartadeildar Landspítala liggja núna fyrir og eru allar neikvæðar. Ljóst er að ekki er um útbreitt smit á deildinni að ræða. Af því tilefni hefur farsóttanefnd spítalans ákveðið að aflétta sóttkví af deildinni og starfsfólki hennar. Hjartadeild tekur nú við innlögnum á nýjan leik og starfsemin þar verður með eðlilegum hætti frá og með kl. 13:00 miðvikudaginn 13. janúar 2021.

Jákvæð niðurstaða um smit kom upp á hjartadeild í gær, þriðjudaginn 12. janúar, við hefðbundna öryggisskimun sjúklings fyrir útskrift. Þetta var alvarlegur atburður í starfsemi Landspítala og viðbragðið í kjölfarið umfangsmikið, útbreitt og viðeigandi. Skjótt viðbragð Landspítala og viðamiklar öryggisráðstafanir til að vernda sjúklinga og starfsfólk hafa nú leitt af sér þessa niðurstöðu. Málið var leitt til lykta á innan við sólarhring af vel þjálfuðu starfsfólki og vísindamönnum Landspítala. Um 200 starfsmenn hafa verið skimaðir, flestar niðurstöður liggja fyrir en niðurstöður úr öllum berast síðar í dag. Sjúklingar deildarinnar voru allir skimaðir í gærkvöldi.

Umræddur sjúklingur hafði tvisvar sýnt neikvæða svörun áður en þessi jákvæða svörun barst. Slíkt getur gerst vegna ýmissa ástæðna, til dæmis breytinga á sýnatöku og þróun sjúkdómsins í viðkomandi. Skimun er hins vegar framkvæmd óháð grun í öryggisskyni með stroki og er hraðunnin; svar berst jafnan innan 3-4 klukkustunda. Sjúklingar eru skimaðir með reglubundnum hætti. Viðkomandi reyndist síðan hár í mótefnamælingu við blóðprufu sem mælir með nákvæmri rannsókn grun um eldra smit vegna jákvæðrar niðurstöðu af skimun. Að öllum líkindum er því um eldra smit að ræða í viðkomandi sjúklingi sem hann hefur fengið áður en hann lagðist inn á Landspítala í desember. Verið er að skoða málið nánar.

Landspítali þakkar sjúklingum, aðstandendum, starfsfólki og fjölmiðlum fyrir samstarf, góðan skilning og þolinmæði undanfarinn sólarhring. Sérstakar þakkir fá sjúklingar og starfsfólk hjartadeildar, Covid-19-göngudeildin sem annaðist skimanir og sýkla- og veirufræðideild sem vann allar rannsóknir hratt og vel.

Heilsa

Frá farsóttanefnd 21. janúar 2021

Birt

þann

Eftir

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi.

Á Landspítala eru nú:

3 sjúklingur er inniliggjandi með virkt Covid-19 smit og 15 sem hafa lokið einangrun
– Enginn er á gjörgæslu
18 andlát hafa orðið á Landspítala í 3. bylgju
110 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 15 börn

Lesa meira

Heilsa

Styrkir til heilbrigðismálaverkefna 2021 úr Rannsóknasjóði

Birt

þann

Eftir

Nokkur verkefni í heilbrigðisgeiranum sem tengjast Landspítala og Háskóla Íslands fengu styrk úr Rannsóknasjóði við úthlutun styrkja til nýrra rannsókna á árinu 2021. 

Styrkir úr Rannsóknasjóði við úthlutun í janúar 2021

Lesa meira

Heilsa

Þjónustukönnun sjúklinga 2020 – niðurstöður

Birt

þann

Eftir

Niðurstöður úr þjónustukönnun sjúklinga 2020 hafa verið birtar á vef Landspítala. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar síðan árið 2012. Þær benda til þess að ýmis umbótastarfsemi á síðastliðnum árum sé að skila betri þjónustu og vaxandi ánægju skjólstæðinga spítalans.

Tilgangur þjónustukönnunar er að fá fram viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans og nota til umbótaverkefna þar sem þeirra er þörf.

Boð um þátttöku í könnuninni var sent á úrtak sjúklinga sem legið höfðu inni á Landspítala a.m.k. í sólarhring á tímabilinu febrúar til apríl 2020.
Svarhlutfall var 47%. Spítalinn kann þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Þjónustukönnun Landspítala 2020 – niðurstöður

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin