Hagstofan
Starfandi samkvæmt skrám í mars 2020
Birt
7 mánuðirþann
Eftir
admin
-
Vísar
-
Útgáfur -
Um Hagstofuna -
Vefskil -
Þjónusta -
Íbúar -
Samfélag -
Atvinnuvegir -
Efnahagur -
Umhverfi -
English
þú gætir einnig viljað lesa
Hagstofan
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,20% á milli mánaða
Birt
1 mánuðurþann
desember 22, 2020Eftir
ritstjorn
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2020, er 490,3 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 420,3 stig og hækkar um 0,14% frá nóvember 2020.
Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,4% (áhrif á vísitöluna 0,06%).
Ársmeðaltal vísitölu neysluverðs árið 2020 var 481,9 stig, 2,8% hærri en árið 2019. Samsvarandi breyting var 3,0% árið 2019 og 2,7% árið 2018.
Ársmeðaltal vísitölu neysluverðs án húsnæðis árið 2020 var 412,1 stig, 3,0% hærri en árið 2019. Samsvarandi breyting var 2,6% árið 2019 og 0,9% árið 2018.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í desember 2020, sem er 490,3 stig, gildir til verðtryggingar í febrúar 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.681 stig fyrir febrúar 2021.
Breytingar á vísitölu neysluverðs 2019-2020 | |||
Maí 1988 = 100 | Vísitala | Mánaðarbreyting, % | Ársbreyting, % |
2019 | |||
Desember | 473,3 | 0,11 | 2,0 |
2020 | |||
Janúar | 469,8 | -0,74 | 1,7 |
Febrúar | 474,1 | 0,92 | 2,4 |
Mars | 475,2 | 0,23 | 2,1 |
Apríl | 477,5 | 0,48 | 2,2 |
Maí | 480,1 | 0,54 | 2,6 |
Júní | 482,2 | 0,44 | 2,6 |
Júlí | 482,9 | 0,15 | 3,0 |
Ágúst | 485,1 | 0,46 | 3,2 |
September | 487,0 | 0,39 | 3,5 |
Október | 489,1 | 0,43 | 3,6 |
Nóvember | 489,3 | 0,04 | 3,5 |
Desember | 490,3 | 0,20 | 3,6 |
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1200 , netfang neysluverd@hagstofa.is

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1% af vinnuaflinu. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,7% af vinnuafli og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 74,3% af mannfjölda. Samanburður við október 2020 sýnir að árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi lækkaði um 0,2 prósentustig og árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig. Síðustu 6 mánuði hefur leitni árstíðaleiðréttingar á hlutfalli starfandi fólks lækkað um 1,0 prósentustig og leitni atvinnuleysis aukist um 1,0 prósentustig.
Samtals voru 195.900 (±6.000) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í nóvember 2020 samkvæmt mælingum rannsóknarinnar en það jafngildir 78,2% (±2,4) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 183.400 (±5.200) hafi verið starfandi og 12.600 (±3.000) án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 73,2% (±2,8) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 6,4% (±1,6). Áætlað er að 54.700 (±6.600) einstaklingar hafi verið utan vinnumarkaðar í nóvember 2020, eða 21,8% af mannfjölda.
Samanburður við nóvember 2019 sýnir að atvinnuþátttaka hefur aukist um 0,7 prósentustig milli ára. Hlutfall starfandi hefur dregist saman um 1,8 prósentustig milli ára og atvinnuleysi aukist um 3,1 prósentustig. Meðalfjöldi unninna stunda hefur dregist saman um 1,6 stundir.
Slaki á vinnumarkaði – Óuppfyllt þörf fyrir atvinnu
Í nóvember 2020 voru rétt rúmlega 30.500 einstaklingar sem höfðu þörf fyrir atvinnu sem ekki var uppfyllt, eða 14,9% af öllum sem annað hvort voru á vinnumarkaði eða töldust mögulegt vinnuafl. Samkvæmt skilgreiningu vinnumarkaðsrannsóknar voru 41,1% af þessum hópi atvinnulausir, 23,9% voru tilbúnir að vinna en ekki að leita, 5,4% voru í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 29,6% voru starfandi en vinnulitlir og vildu vinna meira.
Slaki á vinnumarkaði sýnir skýra árstíðasveiflu þar sem slakinn er nánast alltaf lægstur í júlí ár hvert, eða um sumartímann. Þegar horft er á leitnina má sjá að að slaki á vinnumarkaði tók stórt stökk upp á við í lok árs 2008 í kjölfar efnahagskreppunnar. Leitnin var nokkuð stöðug fram til ársins 2014 þar sem sjá má stefnubreytingu niður á við. Leitnin hefur verið á stöðugri uppleið frá því í byrjun árs 2019 og virðist lítið lát þar á.
Allar fjöldatölur eru vigtaðar eftir aldri og kyni og námundaðar að næsta hundraði.
Tafla 1. Vinnumarkaður í nóvember — óleiðrétt mæling | ||||||
Öryggisbil | Öryggisbil | Öryggisbil | ||||
2018 | (±95%) | 2019 | (±95%) | 2020 | (±95%) | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,8 | 2,3 | 77,5 | 2,7 | 78,2 | 2,4 |
Hlutfall starfandi | 78,5 | 2,4 | 75,0 | 2,8 | 73,2 | 2,8 |
Atvinnuleysi | 2,9 | 1,0 | 3,3 | 1,3 | 6,4 | 1,6 |
Vinnustundir | 38,8 | 1,0 | 40,4 | 1,1 | 38,8 | 1,1 |
Vinnuafl | 204.900 | 5.800 | 201.300 | 6.800 | 195.900 | 6.000 |
Starfandi | 199.000 | 4.800 | 194.600 | 5.200 | 183.400 | 5.200 |
Atvinnulausir | 5.900 | 2.100 | 6.700 | 2.600 | 12.600 | 3.000 |
Utan vinnumarkaðar | 48.600 | 5.900 | 58.400 | 6.300 | 54.700 | 6.600 |
Áætlaður mannfjöldi | 253.500 | • | 259.600 | • | 250.700 | • |
Tafla 2. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétting | ||||||
jún.20 | júl.20 | ágú.20 | sep.20 | okt.20 | nóv.20 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,0 | 80,0 | 80,7 | 80,1 | 79,0 | 79,7 |
Hlutfall starfandi | 75,6 | 75,5 | 75,9 | 75,3 | 74,5 | 74,3 |
Atvinnuleysi | 4,4 | 6,4 | 6,1 | 5,3 | 6,8 | 7,1 |
Vinnustundir | 37,5 | 37,8 | 37,8 | 38,1 | 38,3 | 38,2 |
Vinnuafl | 207.300 | 209.700 | 209.100 | 208.400 | 204.100 | 202.400 |
Starfandi | 196.400 | 198.700 | 197.400 | 196.100 | 192.700 | 190.100 |
Atvinnulausir | 8.000 | 12.400 | 12.200 | 9.100 | 13.900 | 14.900 |
Utan vinnumarkaðar | 51.400 | 51.200 | 50.700 | 53.100 | 52.900 | 52.200 |
Áætlaður mannfjöldi | 260.200 | 261.500 | 261.900 | 259.800 | 256.600 | 254.500 |
Tafla 3. Vinnumarkaður síðustu 6 mánuði — árstíðaleiðrétt leitni | ||||||
jún.20 | júl.20 | ágú.20 | sep.20 | okt.20 | nóv.20 | |
Alls 16–74 ára | ||||||
Atvinnuþátttaka | 80,0 | 80,1 | 80,1 | 79,9 | 79,7 | 79,5 |
Hlutfall starfandi | 75,5 | 75,5 | 75,5 | 75,2 | 74,8 | 74,5 |
Atvinnuleysi | 5,3 | 5,5 | 5,7 | 5,9 | 6,1 | 6,3 |
Vinnustundir | 37,6 | 37,7 | 37,8 | 37,9 | 37,9 | 37,9 |
Vinnuafl | 208.300 | 208.800 | 208.700 | 207.700 | 206.400 | 205.700 |
Starfandi | 199.000 | 199.200 | 198.400 | 196.500 | 194.400 | 193.200 |
Atvinnulausir | 10.300 | 10.500 | 10.700 | 10.900 | 11.100 | 11.300 |
Utan vinnumarkaðar | 52.500 | 52.100 | 51.800 | 51.900 | 52.000 | 52.000 |
Áætlaður mannfjöldi | 261.700 | 261.900 | 262.000 | 257.400 | 257.500 | 257.600 |
Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir nóvember 2020 ná til fjögurra vikna, frá 2. til 29. nóvember. Í úrtak völdust af handahófi 1.529 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára sem höfðu lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.483 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 990 einstaklingum sem jafngildir 66,8% svarhlutfalli.
Í úrtaki vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar í nóvember 2020 voru 98 einstaklingar jafnframt í almennu atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun í lok nóvember. Af þeim svöruðu 47 í rannsókninni, 10 neituðu þátttöku, ekki náðist samband við 39 og 2 uppfylltu ekki skilyrði til að tilheyra úrtakinu. Svarhlutfall þeirra var því 49,0%, eða 19 prósentustigum lægra en svarhlutfall annarra, sem var 68,0%. Bendir þetta til þess að þeir sem eru á atvinnuleysisskrá séu almennt ólíklegri til að svara spurningalista Hagstofu Íslands en þeir sem ekki eru á skrá. Líkurnar eru því fyrir hendi að brottfallsskekkja sem þessi kunni að leiða til vanmats á atvinnuleysi í vinnumarkaðsrannsókn.
Af þeim sem voru á skrá hjá Vinnumálastofnun og svöruðu í vinnumarkaðsrannsókn voru 29 eða 59,6% atvinnulausir samkvæmt skilgreiningu vinnumarkaðsrannsóknar og 13 einstaklingar starfandi eða 27,7%. Niðurstöðurnar sýna einnig að 12,8% sem falla undir almennt atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun eru skilgreindir utan vinnumarkaðar samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn og falla þá í hóp þeirra sem hafa óuppfyllta þörf fyrir atvinnu.
Ítarefni um slaka á vinnumarkaði:
Umfjöllum Eurostat um slaka á vinnumarkaði
EU labour market in the second quarter 2020
Skýrsla Eurofund
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1284 , netfang kannanir@hagstofa.is
Hagstofan
Launavísitala hækkaði um 0,4% í nóvember
Birt
1 mánuðurþann
desember 21, 2020Eftir
ritstjorn
Launavísitalan hækkaði í nóvember um 0,4% og má rekja hluta hækkunar til aukagreiðslna hjá opinberum starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum en aukagreiðslur lækkuðu lítilsháttar á almennum vinnumarkaði. Þá gætir áhrifa vegna kjarasamninga kennara sem komu til framkvæmda í október og nóvember.
Laun hækkuðu um rúm 11% á milli þriðja ársfjórðungs 2018 og 2020
Laun hækkuðu um rúmlega 11% á milli þriðja ársfjórðungs 2018 og 2020 hvort sem horft er til launavísitölu eða vísitölu heildarlauna. Launaþróun er þó ólík innan tímabilsins þar sem vísitala heildarlauna hefur skýrar ársfjórðungssveiflur. Til að mynda lækka heildarlaun á greidda stund alltaf á þriðja ársfjórðungi þegar samsetning vinnuaflsins breytist við það að sumarstarfsfólk kemur til vinnu og hálaunastörf vega minna. Að sama skapi hækka heildarlaun á fjórða ársfjórðungi þegar áhrifa af sumarstarfsfólki gætir ekki lengur auk þess sem til koma ótímamældar greiðslur eins og desemberuppbót. Þessi þættir hafa hins vegar ekki áhrif á launavísitölu.
Þriðji ársfjórðungur 2018=100.
Launaþróun á tímabilinu skýrist af stórum hluta af launahækkunum sem samið var um í kjarasamningum en launabreytingar koma almennt fram í gögnum þegar þær koma til framkvæmda hjá launagreiðendum. Árið 2019 komu svokallaðir lífskjarasamningar til framkvæmda á almennum vinnumarkaði sem kváðu meðal annars á um krónutöluhækkanir og styttingu vinnuvikunnar. Árið 2020 voru gerðir sambærilegir kjarasamningar í opinbera geiranum sem fólu í sér tvær kjarasamningshækkanir, vegna ársins 2019 og 2020, þar sem samningar höfðu verið lausir frá fyrri helmingi árs 2019. Yfirlit um nýlega kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði má finna í skýrslu kjaratölfræðinefndar um samningalotuna 2019-2020.
Breytingar á mörkuðum komu til framkvæmda á ólíkum tíma
Launahækkun samkvæmt launavísitölu var sambærileg á milli markaða á milli þriðja ársfjórðungs 2018 og 2020, 11,2% á almennum vinnumarkaði en 10,9% í opinbera geiranum. Sé hins vegar horft til launabreytingar á milli þriðja ársfjórðungs 2018 og 2019 þá höfðu laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 5,1% en um 2,2% í opinbera geiranum þar sem launabreytingar slá inn á ólíkum tímum vegna framkvæmda kjarasamninga. Stytting vinnutíma samkvæmt kjarasamningum hafði ennfremur áhrif til hækkunar á almennum vinnumarkaði en stytting vinnuvikunnar í opinbera geiranum kemur til framkvæmda á næsta ári. Á þriðja ársfjórðungi 2020 voru ekki allir kjarasamningar í opinbera geiranum komnir til framkvæmda.
Launavísitala og vísitala heildarlauna sýna sambærilega launaþróun í opinbera geiranum á milli þriðja ársfjórðungs 2018 og 2020. Hins vegar er launaþróun á almennum vinnumarkaði samkvæmt vísitölu heildarlauna nokkuð hærri en samkvæmt launavísitölu, einkum á milli þriðja ársfjórðungs 2019 og 2020. Breytingar á vinnumarkaði vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins (Covid-19) eru meiri á almennum vinnumarkaði en í opinbera geiranum. Meiri launaþróun á almennum vinnumarkaði samkvæmt vísitölu heildarlauna en launavísitölu gefur til kynna að samsetning vinnuaflsins sé að breytast í þá veru að hálaunastörf vegi meira þar sem lægri launaðir hópar séu að fara af vinnumarkaði.
Miklar breytingar á vinnumarkaði en minni áhrif á launaþróun
Miklar breytingar hafa átt sér stað á vinnumarkaði á árinu 2020 sem rekja má til afleiðinga kórónuveirufaraldursins (Covid-19). Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar var hlutfall starfandi af mannfjölda 77% á þriðja ársfjórðungi 2020 og hafði hlutfallið ekki mælst jafn lágt síðan 2011, fjöldi vinnustunda hafði fækkað, atvinnuleysi aukist og um 34% launafólks að jafnaði unnið aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima. Þær breytingar hafa ekki bein áhrif á launavísitölu en geta haft áhrif á vísitölu heildarlauna. Mikilvægt er að hafa í huga að mat á launaþróun, bæði samkvæmt launavísitölu og vísitölu heildarlauna, byggir á tímakaupi þeirra sem eru í vinnu (eða eru að fá greidd laun á uppsagnarfresti) og segir því ekki alla söguna um þróun á tekjum einstaklinga.
Tímanlegar vísbendingar um tekjur einstaklinga má finna í tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar greiðslur. Þar kemur fram að heildarsumma staðgreiðsluskyldra greiðslna til einstaklinga hafi hækkað um tæp 11% á milli þriðja ársfjórðungs 2018 og 2020, án verðlagsleiðréttinga, en hlutfall launa farið úr 81% í 75% um leið og atvinnuleysisgreiðslur og aðrar greiðslur hafa hækkað hlutfallslega. Til staðgreiðsluskyldra greiðslna teljast launagreiðslur, atvinnuleysisgreiðslur og aðrar greiðslur, til dæmis greiðslur vegna fæðingarorlofs, bótagreiðslur, styrkir, lífeyrisgreiðslur og úttekt einstaklinga á séreignarsparnaði.
Mestur samdráttur launasummu kemur fram í atvinnugreinunum rekstur gististaða og veitingarekstur (I), flutningar og geymsla (H) og leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta (N) sem höfðu samtals 15% vægi af allri launasummunni á þriðja ársfjórðungi 2018.
Raðað í stærðarröð miðað við launasummu á þriðja ársfjórðungi 2018.
Um launavísitölu, vísitölu heildarlauna og launasummu
Hagstofa Íslands birtir fjölbreytta mælikvarða á laun og launabreytingar til að gefa skýrari heildamynd. Til að auðvelda túlkun á mælikvörðum er þó mikilvægt að hafa sérkenni þeirra í huga.
Launavísitala | Vísitala heildarlauna | Launasumma | |
Hvað er mælt? | Reglulegt tímakaup | Heildartímakaup | Öll greidd laun |
Hafa breytingar á aukagreiðslum (öðrum en dagvinnulaunum) áhrif? | Já – að hluta | Já | Já |
– breyting á samsetningu reglulegra greiðslna svo sem álagsgreiðslum, bónusum og vaktaálagi |
Já | Já | Já |
– breyting á hlutfalli yfirvinnugreiðslna | Nei | Já | Já |
– breyting á óreglulegum greiðslum svo sem eingreiðslum | Nei | Já | Já |
Hafa breytingar á vinnutíma launafólks áhrif? |
Já – að hluta | Já – að hluta | Já – að hluta |
– stytting vinnutíma samkvæmt kjarasamningi | Já | Já | Nei |
– breyting á starfshlutfalli | Nei | Nei | Já |
– breyting á hlutfalli vinnustunda í yfirvinnu | Nei | Já | Já |
Hafa samsetningabreytingar á vinnumarkaði áhrif? |
Nei | Já – að hluta | Já |
– breyting á samsetningu launafólks með tilliti til launa | Nei | Já | Já |
– breyting á fjölda launafólks á vinnumarkaði | Nei | Nei | Já |
Vísitala heildarlauna og launasumma byggja á stjórnsýsluskrá samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987. Niðurstöður vísitölu heildarlauna ná til launagreiðenda með 10 eða fleiri starfsmenn á ársgrundvelli en niðurstöður launasummu ná til launagreiðanda sem skila sundurliðun launatekna fyrir að minnsta kosti einn launamann. Þeir sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér reiknað endurgjald eru ekki hluti niðurstaðna. Vísitala heildarlauna og launasumma mæla öll greidd staðgreiðsluskyld laun þar með talið yfirvinnu, kaupauka og önnur óreglulega uppgerð laun eins og desember- og orlofsuppbætur. Greiddar stundir í vísitölu heildarlauna eru fengnar með fjölþættu tölfræðilegu mati og byggja meðal annars á gögnum úr rannsóknum Hagstofunnar. Um er að ræða bráðabirgðatölur.
Launavísitala byggir á mánaðarlegum launagögnum úr fyrirtækjarannsókn sem nær til launagreiðenda með 10 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli þar sem gögn eru fengin beint úr launakerfum launagreiðenda. Mældar eru breytingar á reglulegu tímakaupi, það er laun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags- og bónusgreiðslur sem tilheyra launaliðum sem eru gerðir upp á hverju útborgunartímabili hjá launagreiðanda deilt með þeim vinnustundum sem liggja að baki. Tilfallandi yfirvinna er ekki hluti af mælingu.
Ástæður þess að reynt er eftir megni að halda samsetningu fastri á milli mælinga í útreikningum launavísitölu er að mælikvarðinn byggir á lögum um launavísitölu þar sem kveðið er á um að vísitalan skuli sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma. Því hefur verið stuðst við það sjónarmið löggjafans að um sé að ræða verðvísitölu. Launabreytingar á milli mánaða byggir því á pörun ráðningarsambanda, en pörun (e. matched sample models) er algeng aðferð við gæðaleiðréttingar verðvísitalna.
Ráðningarsamband er skilgreint sem launagreiðandi, launamaður, starf og atvinnugrein og einungis er parað á milli þess tímabils sem er mælt eða á milli tveggja aðliggjandi mánaða. Ef starfsmaður fær hærri laun í kjölfar þess að hann skiptir um starf, eða fer að vinna hjá öðrum launagreiðanda milli mánaða, þá mælast þær breytingar ekki í launavísitölu þar sem ráðningarsamband hans hefur rofnað. Auk þess eru fyrstu og síðustu þrjár mælingar á hverju pöruðu ráðningarsambandi undanskildar í mælingum. Á síðustu árum hefur Hagstofan gert greiningu á launavísitölu og þær leiða meðal annars í ljós að um helmingur ráðningasambanda hefur rofnað eftir þrjú ár, sjá nánar í frétt um niðurstöður rannsókna á launavísitölu.
Staðgreiðsluskyldar greiðslur – Tilraunatölfræði
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1250 , netfang laun@hagstofa.is
Leita


Norðurland: Áfram hættustig Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á Norðurlandi.

Ísafjörður: Rýming á svæði 9 vegna snjóflóðahættu

6 mánuðir til Ólympíuleika

Umsækjendur um störf forstöðumanna á Landspítala

Arna Lind Sigurðardóttir ráðin deildarstjóri vöruþjónustu Landspítala

Leggur til að gildistími ferðagjafar verði framlengdur
Vinsælast
-
Innlent5 dagar
Niðurstöður athugunar á stafrænni tækniþróun – Núlán
-
Samtök Atvinnulífsins5 dagar
Rafrænar þinglýsingar verða að veruleika á árinu
-
Innlent5 dagar
Banaslys
-
Íþrótta og ólympíu samband Íslands4 dagar
Skráning hafin í Lífshlaupið 2021
-
Almannavarnir6 dagar
Seyðisfjörður: Hættustigi almannavarna ekki aflétt
-
Veður4 dagar
Hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði
-
Veður5 dagar
Tíðarfar ársins 2020
-
Alþingi6 dagar
Endurskoðuð þingmálaskrá á vetrar- og vorþingi 2021