Ellefu einstaklingar og þrír hópar voru heiðraðir á ársfundi Landspítala í Hringsal 12. júní 2020.

Heiðranirnar byggjast á tilnefningum samstarfsfólks og geta allir starfsmenn tilnefnt einstaklinga, hópa og teymi.
Í ár bárust um 140 tilnefningar. Sumir fengu margar tilnefningar en alls voru hátt í 50 einstaklingar, hópar og teymi tilnefnd.
Í valnefnd vegna heiðrana voru Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála, Kristín Jónsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra, Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir á meðferðarsviði, Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður á aðgerðarsviði og Viktor Ellertsson, mannauðsstjóri á þjónustusviði. Starfsmaður nefndarinnar var Þórleif Drífa Jónsdóttir, verkefnastjóri á mönnunar- og starfsumhverfisdeild mannauðsmála
Við valið á þeim sem eru heiðraðir er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu spítalans – öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur – og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.

Einstaklingar 

Ásdís Ingvadóttir, sjúkraliði á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningar
Berglind Sigurðardóttir, svæfingahjúkrunar á svæfingu við Hringbraut
Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir, ljósmóðir á fæðingarvakt
Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á almennri göngudeild skurðlækninga
Hjördís Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga
Jerald Nueva Vallesterol, skrifstofumaður á lager eldhúss og matsala
Jón EyjólfurJónsson, yfirlæknir í öldrunarlækningum
Steinunn Ingvarsdóttir,verkefnastjóri á skrifstofu meðferðarsviðs
Steinunn G. Ástráðsdóttir, lífeindafræðingur á ísótópastofu röntgendeildar
Sveinn Geir Einarsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Hringbraut 
Zineta Pidzo, heilbrigðisritari á móttöku bráðamóttöku

Hópur 

Farsóttanefnd Landspítala
Gjörgæslan í Fossvogi
Þjónustumiðstöð HUT – 1550

Umsagnir

Lesa hér umsögn um hina heiðruðu (22MB)